Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Starfsmaður braut á níu ára stúlku í sumarbúðum fyrir fötluð börn: „Brotaviljinn var augljós“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ungur maður sem kom inn í gegnum sérúrræði og átti að sinna dýrum og útiverkum í  sumarbúðum í Reykjadal er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku síðasta sumar. Framkvæmdarstjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem rekur sumarbúðirnar bað starfsfólkið að hringja ekki á lögreglu vegna hins meinta brots.

Í nýjasta blaði Heimildarinnar má sjá sláandi viðtal við foreldra níu ára fatlaðrar stúlku sem fór í sumarbúðirnar í Reykjadal síðastliðið sumar. Þar varð hún fyrir kynferðisbroti af hendi starfsmanns sumarbúðanna sem sjálfur með mikla fötlun og þroskaskerðingu en hann kom inn í gegnum sérúrræði á milli Átaks og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og átti að sinna dýrum og útiverkum. Segir í Heimildinni að þegar kom að brottfaradeginum hafi foreldrar hennar átt að sækja hana klukkan fjögur. „Hún var tilbúin um tvöleytið, starfsmaður var búinn að aðstoða hana við að pakka ofan í tösku og fór síðan fram til að hjálpa öðru barni, annars staðar í húsinu,“ sagði faðirinn í viðtalinu og hélt áfram. „Á meðan var hún ein inni í herberginu, þar sem hún stendur og horfir út um gluggann, kemur starfsmaður inn og brýtur á henni. Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós. Þegar aðrir starfsmenn sjá að dyrnar eru lokaðar, sem ekki má í Reykjadal, fara þeir tveir inn í herbergið þar sem þeir koma að honum. Þá kom flótti á starfsmanninn sem hleypur í burtu og hinir sjá auðvitað að það er ekki allt í lagi, spyrja dóttur okkar út í það og hún segir þeim sem var.“

Skýrsla frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála styður atvikalýsinguna en þar er hins vegar ekki talað um staðfest brot, heldur um grun um kynferðisofbeldi, þar sem maðurinn hefur ekki hlotið dóm. Segir faðirinn að tímasetningin hafi alltaf staðið í sér. „Við héldum upphaflega að það ætti að sækja hana klukkan eitt og vorum tilbúin. Svo kom í ljós að það var ekki fyrr en fjögur. ég hef margoft hugsað um það, ef við hefðum farið klukkan eitt stæðum við ekki í þessum sporum.“

Fram kemur í Heimildinni að starfsmaður sumarbúðanna hafi sagt hjónunum að framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefði ráðið starfsfólkinu frá því að hringja í lögregluna. Þegar hjónin spurðu framkvæmdarstjórann um þetta á fundi gaf hann þá skýringu að hann hefði fyrst þurft að hringja nokkur símtöl til að fá leiðbeiningu. „Í því samhengi kom fram að það voru engir verkferlar eða viðbragðsáætlun til að taka á svona málum.“ Voru hjónin mjög óánægð eftir fundinn og sögðust hafa farið út af honum í enn meira áfalli en áður.

Viðtalið má lesa í heild sinni í blaði Heimildarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -