Föstudagur 26. maí, 2023
5.8 C
Reykjavik

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hrærðir yfir nýrri gjöf frá fjölskyldu Jennýjar Lilju

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Landhelgisgæslan fékk afhent tvö hjartastuðtæki að gjöf úr minningarstjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur á dögunum. Jenný Lilja lést af slysförum í október 2015, aðeins þriggja ára gömul. Kemur þetta fram á heimasíðu Gæslunnar.

Fjölskylda hennar og aðrir meðlimir í hlaupahópi Jennýjar Lilju, hafa safnað áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og nýtt peningagjafirnar til að kaupa tæki fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og aðra viðbragðsaðila síðustu ár.

Falleg gjöf frá fallegri fjölskyldu.
Ljósmynd: lhg.is

Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kr. Lárusson, veitti gjöfinni veglegu viðtöku í flugskýli Gæslunnar og þakkaði hann fjölskyldunni þann hlýhug og virðingu sem hún sýnir Landhelgisgæslunni. Tækin eru að andvirði 4,5 milljóna króna en þau gera þyrlusveitinni kleift að hafa nýrri, fullkomnari og léttari tæki meðferðis er mikið liggur við.

Fram kemur á heimasíðu Gæslunnar að starfsmenn hennar séu hrærðir yfir þeirri umhyggju sem fjölskyldan hefur sýnt ítrekað í verki á undanförnum árum og senda þeir fjölskyldunni hugheilar þakkir fyrir eljusemina og dugnaðinn.

Hægt er að styrkja minningarsjóð Jennýjar Lilju á heimasíðunni minningjennyjarlilju.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -