Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Stefnt að því að halda Eurovision á tilsettum tíma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í augnablikinu er enginn bilbugur á neinum hér,“ sagði Felix Bergsson í símtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 í gær. Og hann fullyrðir að enn sé stefnt að því að keppnin í Rotterdam fari fram í maí eins og áætlað er, þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn Covid-19.

„En eins og alls staðar þar sem stórir viðburðir eru á döfinni eru menn á tánum, og í góðu sambandi við yfirvöld, bæði EBU og hollensk. Þau hafa ekki gefið neitt upp um að breyta þurfi um stefnu,“ bætir hann við.

Felix er staddur í Rotterdam á undirbúningsfundum fyrir keppnina og segir undirbúninginn ganga vel. „Við skoðuðum höllina í dag, Ahoy,“ upplýsir hann. „Þetta er flottasta svona höll sem ég hef komið í, hún er fullkomin fyrir keppni eins og Eurovision. Menn halda bara áfram ótrauðir, lögin eru að verða öll komin, það eru bara tvö lög sem eiga eftir að birtast opinberlega, Rússland og Aserbaídsjan.“

Að sjálfsögðu var Felix spurður hvernig stemningin væri gagnvart íslenska framlaginu, Think About Things með Daða og Gagnamagninu, og hann segir hana góða: „Já, já. Allir farnir að tala um hvernig verður á Íslandi 2021,“ segir hann glaðhlakkalegur í viðtalinu við Andra Frey Viðarsson.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -