Sunnudagur 15. september, 2024
6.1 C
Reykjavik

Steinunn Eldflaug hannar geimtölvuleik: „Það er fullt af tónlist í honum sem ég er búin að búa til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er hin bráðskemmtilega og ofurhressa tónlistarkona, Steinunn Eldflaug Harðardóttir. Eru nú 420 mánuðir síðan Steinunn fæddist.

Steinunn Eldflaug hefur verið í hljómsveitum og verkefnum á borð við Sparkle poison, Fushigi four og Skelk í bringu en þekktust er hún fyrir hliðarsjálfið Dj. flugvél og geimskip en undir því nafni hefur hún gefið út nokkrar plötur.

Í samtali við Mannlíf sagðist hún þurfa að vinna í dag og því verði lítið um afmælisgleðskap. „Ég er sko í vinnunni en ég ætla að halda upp á daginn með því að fá mér ís í hádegismat. En svo ætla ég að halda upp á þetta á fimmtudaginn en þá spila ég á tónleikum með Heklu vinkonu minni í Iðnó. Það er samt ekki beint afmælið mitt, bara tónleikar en ég hugsa að það verði samt svona afmælisveislan, að spila á tónleikum.“

Aðspurð hvað sé svo á döfinni hjá henni á næstunni, til dæmis utanlandsferð, svaraði Steinunn: „Nei er ekki að fara til útlanda. Ég er bara svo spennt að halda tónleika á fimmtudaginn því það er svo langt síðan ég gerði það síðast. En svo er ég líka mjög spennt því ég er að gera tölvuleik með norskum vini mínum en við erum að forrita hann. Hann kemur út einhverntíman í vetur. Hann gerist einhversstaðar lengst út í geimi og það er fullt af tónlist í honum sem ég er búin að búa til.“

Blaðamanni Mannlífs lék forvitni á að vita hvort Steinunn héti Eldflaug samkvæmt lögum.
„Hvað getur eitthvað blað eða stafur í tölvu sagt hvað ég heiti? Hvernig vita þeir það? Af hverju ætti ég að treysta einhverju tölvuforriti sem segir að samkvæmt Þjóðskrá heiti ég eitthvað? Þegar allir kalla mann eitthvað þá er það auðvitað nafnið manns. En Mannanafnanefnd sagði mér að „það væri ekki hefð fyrir því í íslensku máli að fólk heiti eftir farartækjum að undanskildu nafninu Vagn sem unnið hefur sér sess í íslensku máli,“ sagði Steinunn Eldflaug og hló.

Í lok samtalsins virtist Steinunn fá bakþanka með að halda ekkert upp á afmælið í dag. „Æ ég held kannski líka upp á afmælið með því að fá mér ís með fjölskyldunni eftir vinnu, hver veit? Ís er uppáhaldið mitt.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar þessari indælu og skemmtilegu tónlistarkonu innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -