Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Steinunn kærð af hestaníðingi: „Það sást til mín tala í síma og er ég kærð fyrir að taka myndir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Árnadóttir, hestakona og organisti hefur nú verið kærð fyrir nokkuð óljósar sakið en sá sem kærir hana er hestaníðingurinn sem fjallað var um í fjölmiðlum nýverið. Steinunn er sú sem kom upp um níðingsverkin.

Í færslunni, sem er skemmtilega hæðin, bendir Steinunn á aðgerðarleysi lögreglunnar og Mast þegar hún hringdi vegna hrossanna þann 16. ágúst:

„Ég fékk hringingu frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag.

Ég hafði heimsótt aldraða vinkonu mína. Aðili í næsta húsi hringir í lögreglu og segir að ég hafi gerst brotleg!
Þessi aðili sem hringir á lögregluna og ákærir mig er „eigandi“ að þessu litla folaldi sem myndin er af.
Ég hringdi reyndar sjálf í lögreglu þann 16.ágúst. Tilkynnti folald og hryssu í mikilli neyð. Ekkert var aðhafst þrátt fyrir hringingu mína í 112 þann dag og tilkynningu til Mast næsta morgun
Enn eru þessir gerendur með folaldið/tryppin og búnir að kaupa fleiri sem þau geta skemmt sér við að misþyrma.
Ef ég verð lokuð í tukthúsið við að heimsækja vinkonu mín vildi ég láta vita ef einhver kemur að heimsækja mig að mér finnst sérbökuðu vínarbrauðin í Geirabakarí mjög góð“

Í samtali við Mannlíf sagði Steinunn að hún hafi ætlað að heimsækja aldraða vinkonu sína en hún hafi ekki verið heima. „Þá tók ég upp síma og talaði FaceTime við tengdadóttur hennar. Það sást til mín tala í síma og er ég kærð fyrir að taka myndir. Lögreglan ætlaði að mæta, sem sé keyra úr Borgarnesi að þessum stað, 20 kílómetra vegna þess að ég væri hættuleg, að taka myndir, en var að tala í síma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -