2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stjörnurnar munu sötra á íslensku vatni á Golden Globe

Vatnsfyrirtækið Icelandic Glacial verður styrktaraðili Golden Globe-hátíðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Icelandic Glacial.

Þar segir að stjörnurnar á Golden Globe munu sötra á Icelandic Glacial-vatni á hátíðinni sem verður haldin í 77. sinn í janúar.

Gestir hátíðarinnar munu fá Icelandic Glacial-vatn um leið og þeir mæta á rauða dregilinn og þá verða glerflöskur frá fyrirtækinu á öllum borðum í salnum á meðan á hátíðinni stendur er fram kemur í tilkynningunni.

Þess má geta að vatnsframleiðandinn Fiji var styrktaraðili á Golden Globe í fyrra. Aðferðir Fiji til að kynna vatnið á hátíðinni voru umdeildar.

AUGLÝSING


Kynningin snerist um að leikkona að nafni Kelleth Cutbert kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe.

Sjá einnig: Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum