Fimmtudagur 8. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Stórfelldur innflutningur á klónuðum farsímum: „Við gerum ekki við þá“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikil rannsókn átti sér stað árið 1997 þegar kom í ljós stórfelldur innflutningur á GSM símum. Talið var að þeir væru breyttir og margir með sama framleiðslunúmer. „Þetta er ekki eins og hlutirnir eiga að vera. í hverjum síma á að vera eitt númer, en það er það ekki í þessum símum. Það eru því miður margir símar á sama framleiðslunúmeri í notkun. Þetta er ekki í samræmi við það sem til er ætlast í GSM-kerfinu,“ sagði Ólafur Indriðason hjá Pósti og síma í samtali við DV þann 28.ágúst 1997.

Þegar glæpurinn kom upp voru aðeins þrjú ár síðan farsímakerfi voru sett upp hér á landi og var því óvíst hverskonar áhrif það myndi hafa að margir símar á sama framleiðslunúmeri. „Þetta er þekkt víða um lönd. Það eru dæmi þess að símum sé stolið frá framleiðendum og þeim breytt, en ekki er vitað hvort þessir símar eru fengnir með þeim hætti,“ sagði Ólafur.

„Movistar, sem er spánkst símafyrirtæki, lætur framleiða símana með lás, þannig að ekki er hægt að nota símakort frá öðrum fyrirtækjum. Einhverjir óprúttnir aðilar hafa keypt þessa síma á Spáni, þá í talsverðu magni þar sem þeir eru mjög ódýrir, og tekið einn síma sem er ekki frá þeim og „klónað“ Movistar- símana. Þá verða allir símarnir sem þannig er farið með með sama raðnúmerið. Þetta þýðir að framleiðendurnir, sem eru Nokia, Ericsson og fleiri og fleiri, taka ekki ábyrgð á þessum símum. Á Íslandi fæst ekki gert við þessa síma, við gerum ekki við þá. Ef komið er með svona síma hingað þá vísum við viðkomandi frá. Það eru dæmi annars staðar um allt að 200 síma á sama raðnúmeri,“ sagði Gunnar Þórðarson hjá Hátækni. Margir höfðu leitað til Gunnars með klónaða síma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -