Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Stórhættulegur ofsaakstur: „Forsetaembættið hefur nú þegar rætt við lögreglu um atvikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmörgum sem voru akandi á Reykjanesbrautinni á miðvikudag um kaffileytið brá ansi hressilega í brún þegar tveir lögregluþjónar á tveimur lögreglumótorhjólum – hlið við hlið – óku frá Keflavík til Hafnarfjarðar á ofsahraða, en þeir voru að fylgja forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem var að koma frá Færeyjum, til Bessastaða.

Hraðinn á mótorhjólunum tveimur og forsetabílnum var svo mikill að mikil mildi var að ekki færi illa; árekstrar á slíkum hraða – sem var klárlega mjög nálægt 200 kílómetra hraða – eru ekkert gamanmál.

Mannlíf fór á stúfana og leitaði svara hjá embætti forseta Íslands og Lögreglunni. Engin svör var að fá hjá lögreglu, en Una Sighvatsdóttir sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands svaraði fyrirspurn blaðamanns Mannlífs, sem var svohljóðandi:

Í fyrradag varð ég ásamt tugum annarra vitni að allsvakalegum ofsaakstri tveggja lögregluþjóna á mótorhjóli – hlið við hlið, og fyrir aftan þá á sama hraða, var forsetabíllinn. Voru viðkomandi að koma frá Reykjanesbæ/flugstöð og á leið til Bessastaða eða annað á höfuðborgarsvæðinu. Aksturinn var með ólíkindum og margir hafa haft samband við okkur vegna þessa hættulega ofsaaksturs. Hvers vegna var ekið svo glannalega og hreinlega með stórhættulegum hætti? Er þetta hreinlega löglegt að keyra svona af lítilli eða engri ástæðu?

Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá forsetaembættinu, greindi frá því að „forseti Íslands kom til Íslands frá Færeyjum á miðvikudag og lenti á Keflavíkurflugvelli. Óskað var aðstoðar lögreglu um fylgd til höfuðborgarinnar, sem forsetaembættið og lögreglan hafa áður átt gott samstarf um.

Í þetta sinn varð þó einhver misskilningur um tilefnið, sem varð til þess að á Reykjanesbraut var verklagi forgangsaksturs beitt.“

- Auglýsing -

Og bætti við:

„Lögreglu var þá þegar tilkynnt um að þess væri ekki þörf, forgangsakstri var hætt og frekari lögreglufylgd afþökkuð þegar komið var til Hafnarfjarðar.

Fátítt er að forseti njóti lögreglufylgdar í forgangsakstri á ferðum sínum innanlands. Við slíkan akstur ber að sýna tillitssemi og viðhafa varúð gagnvart öðrum vegfarendum. Forsetaembættið hefur nú þegar rætt við lögreglu um atvikið til að fyrirbyggja að viðlíka misskilningur endurtaki sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -