Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Stórskotalið söngvara styður Þóru í baráttunni við Óperuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmargir hafa undanfarið lýst yfir stuðningi við Þóru Einarsdóttur söngkonu sem hefur stefnt Íslensku óperunni fyrir vangoldin laun. Einn þeirra er stórsöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson sem hrósar Þóru fyrir vasklega framgöngu í málinu og vonar að þetta leiði til þess að starfsemi Óperunnar verði endurskoðuð.

„Þóra Einarsdóttir á hrós skilið fyrir að fara fram í þessu máli. Vonandi verður þetta til þess að sjónarmið söngvara verða sett á oddinn og afstaðan gagnvart núverandi stjórnarháttum í ÍÓ verði skoðuð þannig að breytingar verði á á öllu þar innandyra. Það er af nógu að taka í því efni,“ skrifar Gunnnar í færslu á Facebook og deilir viðtali við Þóru í síðasta tölublaði Mannlífs.

Þóra Einarsdóttir. Mynd / Jóhanna Ólafsdótttir

í umfjöllun Mannlífs kom fram að Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, væri búið að stefna Óperunni vegna vangoldinna launa Þóru við uppfærslu óperunnar Brúðkaup Fígarós síðastliðið haust. Upphaf málsins mætti rekja til þess þegar átta einsöngvarar í Brúðkaupi Fígarós leituðu til FÍH leiðréttingu launa sinna við sýninguna, en félagið ákvað að fara þá leið að stefna Óperunni af fyrrgreindum ástæðum þar sem lending náðist ekki í málinu.

Er umfjöllunin tikefni skrifa Gunnars sem segir í fyrrnefndri færslu að hann hafi ekki verið vinsæll þegar hann hafi tekið upp á því að vera leiðindagaurinn sem segir það sem segja þurfti og því að mestu látið það eiga sig síðustu ár. En nú geti hann hreinlega ekki staðist að minnast á þetta, „á þessum tímamótum þegar söngvarar loksins standa saman í stað þess að hnýta í þá sem þora að opna munninn.“

Sorglegt hvað margir studdu ráðningu núverandi óperustjóra

„Auðvitað finnst mér sorglegt og raunar talsvert sárt að hugsa til þess hve margir í röðum söngvaranna sjálfra studdu ráðningu núverandi óperustjóra þegar stjórnin tók þá ákvörðun að ræða ekki við neinn annan umsækjanda,“ skrifar Gunnar ennfremur. „Þá var viðhorf margra að við ættum bara að gefa nýjum óperustjóra umboð til að sinna sínum góðum störfum. Þetta er m.a. afleiðingin.“

- Auglýsing -

Hann segir val á stjórnanda í listastofnun verða að miðast við það fyrst og fremst að viðkomandi beri hag listgreinarinnar fyrir brjósti og það þýðir að um leið að hann verji hagsmuni listamannanna sjálfra. „Ég tel víst að í hópi umsækjenda þegar síðast var valinn óperustjóri, hafi verið um nokkra að ræða sem ekki hefðu hikað að verja sitt fólk.“

Fólk ekki tjáð sig af ótta við að verða af atvinnu

Mezzosópransöngkonan Elsa Waage er ein þeirra sem tekur undir orð Gunnars. „Við sem höfum tjáð okkur um þessi og önnur mál varðandi íslensku óperuna undanfarin ár höfum ekki fengið hljómgrunn,“ skrifar hún við færslu hans. „Líklega hræðslan við að vera fryst/ur úti varðandi möguleg tækifæri hjá óperunni hefur sett fólk í skoðanafangelsi. Það er algerlega frábært að ein af okkar virtustu óperusöngkonum Þóra Einarsdóttir skuli ganga í þetta mál og vonandi ryðja nýja braut hvað varðar rekstur á okkar íslensku óperustofnun í framtíðinni.“

- Auglýsing -

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir  mezzósópran segir Þóru hafa sýnt hugrekki með því að tjá sig opinberlega um málið. „Það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram og mér finnst það aðdáunarvert. Það er mikilvægt að það sé gegnsæi varðandi fjármál Íslensku óperunnar, sem er eins og margir hafa bent á, eini óperustarfsvettvangur söngvara á Íslandi. Það er aldeilis leitt að vita af því að söngvurum séu ekki einu sinni greidd laun eftir samningum.“

Vildi ekki tjá sig um málið

Mannlíf hafði samband við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, til að fá hennar hlið á málinu þegar fjallað var um málið í blaðinu en hún kaus að tjá sig ekki um það að svo stöddu. „Ég kýs að tjá mig ekki um þennan ágreining að svo stöddu. Fyrst ákveðið er að fara þessa leið þá finnst mér rétt að málið sé útkljáð á þeim vettvangi,“ sagði hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -