Föstudagur 31. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

Strætó tapar 100 milljónum á mánuði: „Verðbólguskotið, launakostnaður, stytting vinnuvikunnar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rekstrartap Strætó er meira en tvöfalt hærra fyrstu sex mánuði þessa árs en það var í fyrra. Nemur tapið 600 milljónum eða 100 milljónum á mánuði. Á sama tíma í fyrra nam tapið 254 milljónum eða rúmum 42 milljónum á mánuði.

Olíuverðshækkanir, verðbólguskotið, launakostnaður og stytting vinnuvikunnar eru aðalástæður þessa gríðarlega mismunar segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó í samtali við RÚV: „Olíuverð hefur hækkað um kannski 50 prósent á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir því að það lækkaði og notuðum svo sem bara tölur úr þjóðhagsspá frá því á síðasta ári þegar við gerðum áætlunina. En verðbólguskotið, launakostnaður, stytting vinnuvikunnar, allt hefur þetta kostað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrir þá kannski svona mismuninn milli áranna.“

Hækkun miðaverðs

Fargjöld strætó hækkuðu um 12 prósent um síðustu áramót og blikur á lofti um 10 prósenta hækkun um næstu áramót. Þau hækka yfirleitt í samræmi bið verðlagsforsendur og vísitöluhækanir um áramót. „Ein lausnin er að hækka eitthvað miðaverðið en það er ekki búið að ákveða neitt. Vísitalan hefur verið að hækka á þessu ári allt að tíu prósent og það yrði þá hámarks hækkunin,“ útskýrir Jóhannes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -