Föstudagur 9. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Stripparinn sem hvarf – Fannst látin á Búrfelli tíu dögum seinna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eitt dularfyllsta mannshvarf og andlát erlends ríkisborgara hér á landi verður að telja hvarf og andlát erótíska dansarans frá Ungverjalandi, hennar Angelu Cseho árið 1996.

Angela dó alltof ung

Angela Cseho starfaði sem erótískur dansari í Reykjavík en þann 3. maí 1996 heyrðist síðast frá henni. Hún hafði verið stödd á Selfossi í stuttri ferð austur yfir fjall. Umfangsmikil leit að stúlkunni bar fyrst um sig ekki árangur en Morgunblaðið sagði svo frá leitinni:

Umfangsmikil en árangurslaus leit

UMFANGSMIKIL leit fjölda manna að ungversku stúlkunni Angelu Cseho bar engan árangur um helgina. Leitað var á landi og úr lofti um svæðið frá Gilsfirði í vestri og að Hornafirði. í gær var unnið að því að draga saman og meta fyrirliggjandi upplýsingar um málið, og í framhaldi af því verður ákveðið hvaða meðferð málið hlýtur, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, sem stjórnað hefur leit að konunni. Geir Jón segir að Rannsóknarlögregla ríkisins hafi fylgst með gangi málsins til þessa. Ekkert liggi hins vegar fyrir um að af brot hafi verið framið. Í gær var ekki leitað en dregnar voru saman upplýsingar og skýrslur og unnið að undirbúningi þess að ákveða næstu skref í leitinni. Ekkert hefur spurst til Angelu Cseho síðan að kvöldi föstudagsins 3. maí, þegar hún var stödd við Selfoss og hafði þá ætlað stutta ferð austur yfir fjall. Í leitinni um helgina yoru eknir allir helstu vegir á leiðinni frá Gilsfirði að Hornafirði í leit að bifreiðinni sem Angela sást síðast á. Það er rauður Nissan Sunny 1985, með skráningarnúmerið Y-15733. Auk þess var leitað árangurslaust úr lofti í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Billinn sem Angela var á

Breytt lýsing

Geir Jón Þórisson sagði að í ljós væri komið að Angela Cseho hafi ekki verið eins klædd og segir í þeim Lýsingum, sem gefnar hafa verið út. Buxur, sem talið var að hún hafi verið í, hafa fundist á heimili hennar og nú liggur fyrir að hún var klædd í skræpóttar bláar stretch-buxur.

Nokkrum dögum síðar fannst lík Angelu á furðulegum stað. Í hlíðum Búrfells lá lík hennar í tíu daga en var talið að hún hefði hrapað í fjallinu og látist samstundis. Ekki er þó vitað hvers vegna hún var stödd á Búrfelli sem var ill kleift að sögn sérfræðinga. Svo virðist sem hún hafi ætlað að ganga á fjallið en til þess var hún vel búin. Morgunblaðið sagði frá fundinum: 

- Auglýsing -

Fannst látin í hlíðum Búrfells

LÍK ungversku stúlkunnar Angelu Cseho, sem leitað hefur verið undanfarna daga, fannst í suðvesturhlíðum Búrfells í fyrrinótt. Talið er að hún hafi hrapað í fjallinu og látist samstundis. Lík konunnar var flutt til Selfoss. Starfsmenn í Búrfellsvirkjun fundu bíl Angelu fastan í aurbleytu á vegarslóða í Búrfellsskógi í Þjórsárdal. Lögreglan í Reykjavík tilkynnti lögreglunni á Selfossi um fundinn kl. 19.30 í fyrrakvöld. Vegarslóðinn liggur vestur með Búrfelli og suður fyrir fjallið og er vart fær öðrum bílum en jeppum. Slóðinn er lítið ekinn og er illa farinn eftir veturinn. Starfsmennirnir voru á eftirlitsferð þegar þeir óku fram á rauða Nissan Sunny-bifreið Angelu tæpa fjóra km frá Búrfellsvirkjun. Þar hafði hann verið spólaður niður í ræsi og sat þar fastur. Að sögn lögreglunnar voru engin spor á svæðinu né önnur ummerki enda er slóðin líklega um tíu daga gömul. Bíllinn var læstur og eðlilega frá honum gengið. í honum var ýmislegt sem tilheyrði Angelu. Kallaðar voru út þrjár björgunarsveitir úr Rangárvallasýslu og fleiri björgunarsveitir annars staðar af landinu tóku þátt í leitinni. í fyrstu var leitað með sporhundi frá bílnum í átt að Búrfellsvirkjun og var það svæði fínkembt, að sögn lögreglu.

Klukkan 4.05 tilkynnti félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, sem hafði sporhund meðferðis, að konan hefði fundist mjög ofarlega í Búrfelli í suð- vesturenda fjallsins. Hún var látin þegar að var komið. Fjallið nánast ókleift á þessu svæði Staðurinn þar sem hún gekk upp í fjallið er um 900 m frá þeim stað sem hún yfirgaf bílinn. Þar gekk hún upp brattan gilskorning og segir lögregla að hún virðist hafa ætlað að komast upp á fjallstoppinn um hann. Svo virðist sem hún hafí hætt við það og leitað uppgöngu örlítið sunnar þar sem mikið klettabelti stendur út úr fjallinu. Þar er talið að hún hafi hrapað um 300 metra í stórgrýti og miklum bratta. Við rannsókn málsins fékk lögreglan á Selfossi vana fjallgöngumenn í lið með sér til þess að athuga hvort fjallið væri kleift á þessu svæði en svo reyndist varla vera. Lögreglan dregur þá ályktun af því að konan hafi ætlað að klifra upp klettabeltið en fallið áður en hún komst upp á fjallið. Konan var mjög vel búin til fjallaklifurs, í góðum skóm og kuldagalla. GSM-farsími fannst á konunni og er talið hugsanlegt að hún hafi ætlað upp á fjallið til þess að ná símasambandi og láta vita af sér. Lögreglan telur af ummerkjum að dæma að slysið gæti hafa gerst fyrir um tíu dögum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -