Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ströng lög og reglur um sjúkraskrár: Brot geta varðað allt að þriggja ára fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skýr lög og reglur gilda um sjúkraskrár eintaklinga á Íslandi. Til þess að mega fara inn í sjúkraskrá einstaklinga þarf að liggja að baki ríkt og sannanlegt erindi. Það telst gróft brot á persónuvernd og einkalífi fólks ef farið er inn í sjúkraskrá þess án þess að heimild sé fyrir hendi.

Hjónin Gunnar og Hlédís lýstu því á dögunum í viðtali hvernig þau teldu að farið hefði verið inn í sjúkraskrár þeirra ótal sinnum með ólögmætum hætti. Þau segja mikið magn uppflettinga vera í nafni heilbrigðisstarfsmanna sem aldrei hafi annast þau. Ef rétt reynist myndi það teljast gróft brot á lögum um sjúkraskrár.

 

Þurfa að koma að meðferð viðkomandi

Einungis þeir heilbrigðisstarfsmenn sem sannarlega annast einstakling á heilbrigðisstofnun, eða koma að meðferð hans með einhverjum hætti og þurfa á sjúkraskrárupplýsingum hans að halda vegna þessa, hafa heimild til þess að fara inn í sjúkraskrá viðkomandi. Þeir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að geta fært á það sönnur að hafa átt erindi inn í sjúkraskrá þess einstaklings sem um ræðir.

Aðrir starfsmenn eða nemar í starfsnámi í heilbrigðisvísindum, sem undirgengist hafa sambærilega trúnaðar- og þagnarskyldu og heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð sjúklings, geta fengið heimild til aðgangs að sjúkraskrá hans að því marki sem nauðsynlegt er vegna starfa þeirra aðila í þágu sjúklingsins.

Ef ekki er unnt að sanna réttmætt erindi heilbrigðisstarfsmannsins inn í sjúkraskrána stendur viðkomandi frammi fyrir því að hafa hugsanlega gerst brotlegur gagnvart sjúklingnum.

- Auglýsing -

Það er Landlæknir sem hefur eftirlit með því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt. Persónuvernd sér um eftirlit með öryggi og vinnslu persónuupplýsinga í sjúkraskrám.

Alma Möller, landlæknir. Mynd/Landlæknisembættið

Landlæknir tekur slík mál alvarlega

Mannlíf sendi á dögunum embætti landlæknis nokkrar spurningar í tengslum við lög og reglur um sjúkraskrár. Meðal annars var spurt hvernig það horfi við embætti landlæknis ef ótal heilbrigðisstarfsmenn virðist hafa farið inn í sjúkraskrá einstaklings, án þess að eiga þangað erindi og án þess að hafa annast viðkomandi sjúkling eða starfað á þeim deildum þar sem viðkomandi hafi fengið umönnun.

Í svari Landlæknis segir að slíkt sé með öllu óheimilt og að embættið taki öll slík mál sem því berist alvarlega; rannsaki þau og beiti viðurlögum í samræmi við lögin eftir því sem við eigi um alvarleika þeirra brota sem um ræði.

- Auglýsing -

Ef rannsókn leiðir í ljós að verulegar líkur séu á því að uppflettingar í sjúkraskrá hafi brotið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skal brot kært til lögreglu.

Brot gegn ákvæðum laga um sjúkraskrár og þeim reglum sem settar eru í samræmi við þau geta varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Ef rétt reynist, að ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám þeirra hjóna séu með þeim hætti sem þau hafa lýst og sýnt Mannlífi á gögnum, er því um gróft lögbrot gegn þeim að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -