Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Vítalíu: „Eina sem ég get mælt með er að taka einn dag í einu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva var á útopnu en hún birti myndbönd á Instagram þar sem hún úthúðar Arnari Grant, fyrrum elskhuga sínum. Stuðningurinn sem hún hefur fengið í kjölfarið er gríðarlegur.

Talið var að parið hefði tekið saman aftur og væru jafnvel flutt inn saman en svo reyndist ekki vera, eða því lauk þá ansi fljótt miðað við færslur Vítalíu á Instagram. Þar birti hún meðal annars ljósmynd af pokum og töskum og skrifaði eftirfarandi texta við: „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram.“

Þá birti hún einnig tvö myndskeið þar sem hún sést úthúða Arnari Grant sem sést tala í símann.

Á Twitter skrifaði hún eftirfarandi færslu í gærkvöldi:

„Ég þarf alla hjálp sem ég get fengið. Ég titra og skelf,ég er ekki að þessu fyrir athylgi. Ég er ráðalaus og ég er búin á likama á sál. Öllu logið og kallað mann stalker og klikkaðan. Ef ég er ekki nú þegar orðin klikkuð þá er það allavega handan við hornið. Ég reyndi.“

Stuðningurinn sem hún fékk við þessa færslu er gríðarmikill en fjöldi fólks hefur skrifað athugasemdir við færsluna og yfir 700 líkað við hana.

- Auglýsing -

„Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að ganga í þínum sporum, ég kem sjálfur frá heimili þar sem ofbeldi var daglegt brauð, þar sem foreldrar mínir beittu hvort annað ofbeldi og okkur systkynin. Það eina sem ég get mælt með er að taka einn dag í einu,“ skrifar karlmaður nokkur í athugasemdum.

Kona skrifar: „Mér sýnist þú fullkomlega heilbrigð, að bregðast við klikkuðum aðstæðum. Að vera í obeldis sambandi er eins og að festast í kóngulóavef. Þegar að þú fattar að þú ert í vefnum og reynir að losna flækistu meir. Aðrir sjá ekki vefinn og skilja ekkert í þessu sprikli.“

Ein bendir á Kvennaathvarfið: „Síminn hjá Kvennaathvarfinu er 561-1205 og síminn er alltaf opinn. Þú getur fengið alls konar ráðgjöf og bara fengið að ræða málin. Síminn hjá Bjarkarhlíð er 553-5000 en þú getur fengið aðstoð líka í gegnum bjarkarhlid.is

- Auglýsing -

Mikið mikið knús og styrkur til þín elsku.“

Þóra nokkur skýtur föstum skotum á freka karlmenn og fjölmiðla:

„En til að bæta gráu ofan á svart eru frekir karlar og fjölmiðlar búin að vera í yfirvinnu við að gera þig tortryggilega og snúa upp á orð þín og gera einkalíf þitt að clickbait. Þú átt betra skilið og fullt fullt fullt af fólki virðir þig og stendur með þér.“

Enn ein skrifar: „Við erum svooo mörg sem stöndum með þér, þú ert ekki ein þetta verður betra, þú ert svo sterk, það er ekkert sem mun sigra þig elsku Vitalia mundu við erum mööörg sem erum með þér í liði það á eftir að halda þer gangandi líka.“

Það er því víst að Vítalía er alls ekki ein og hefur góðan stuðning í landanum sem verður að teljast frábært, miðað við allt sem hún hefur lent í undanfarið ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -