Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Stundin og Eigin Konur í samstarf: „Hefur þegar áorkað svo miklu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlaðvarpsstjórnandinn og baráttukonan Edda Falak hefur hafið samstarf við fréttamiðilinn Stundina. Hlaðvarpsþættir hennar, Eigin Konur, munu framvegis birtast á fréttamiðlinum og mun ritstjórn Stundarinnar sömuleiðis veita ráðgjöf og aðstoð við heimildarvinnu fyrir þættina.

Í tilkynningu Stundarinnar segir að allir þættir Eigin Kvenna muni birtast áskrifendum Stundarinnar jafnt á við styrkjendur hlaðvarpsþáttanna á síðunni Patreon. Jafnframt muni Stundin frumsýna þá þætti hlaðvarpsins sem opnir eru öllum.

„Í Eigin Konum hefur verið lögð áhersla á að veita brotaþolum rödd og rými, sem samræmist áherslum Stundarinnar um valdeflingu,“ segir á vef Stundarinnar.

„Fjöldi fólks hefur treyst Eigin Konum og Eddu Falak fyrir frásögnum sínum af erfiðri reynslu frá því hlaðvarpsþættirnir hófu göngu sína árið 2021 og hafa viðtölin haft afgerandi áhrif á þjóðfélagsumræðuna.“

Tekið er fram að Stundin muni fylgja eftir umfjöllunum hlaðvarpsins eftir atvikum.

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir eftirfarandi á Twitter um hið nýja samstarf:

- Auglýsing -

„Valdefling fólks og opnun umræðunnar er eitt mikilvægasta verkefni samfélags samtímans. Það er gleðiefni á Stundinni að stofna til samstarfs um það við Eddu Falak sem hefur þegar áorkað svo miklu í því hlutverki.“

 

Sumir fjölmiðlar afmennski baráttukonur

Edda birti nýverið pistil á Instagram-síðu sinni þar sem hún gagnrýndi fjölmiðla fyrir að „taka virkan þátt í því að afmennska baráttukonur og vísvitandi skrifa fréttir sem mála þær upp sem reiðar, hatursfullar, orðljótar og óþolandi.“ Hún sagði það bæði augljóst og sorglegt hvernig sumir fjölmiðlar héldu áfram að „mála upp mynd af konum í framlínunni og búa til endalausar smellibeitur og fyrirsagnir svo samfélagið fái alveg örugglega upp í kok af manneskjunni.“

- Auglýsing -

Hún sagði mikið magn frétta hafa verið skrifaðar sem ættu ekkert erindi við almenning. Auk þess væru athugasemdakerfi fréttanna skilin eftir opin „til þess að buga þig og brjóta“.

„Ég er bara hérna að lifa, læra, miðla því sem ég hef, standa upp fyrir sjálfri mér, yfirstíga erfiðleika, njóta mín, segja það sem mér finnst, láta ekki vaða yfir mig, láta ekki áreitið hafa áhrif á mig og minna mig á að ég ræð ferðinni minni og ég vona að þú gerir það sama. Ekki láta annað fólk brjóta þig,“ sagði Edda að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -