Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Sunna í algjöru sjokki í Mosfellsbæ: „Endilega ræðið við börnin ykkar og varið þau við!!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Sunna nokkur, íbúi í Mosfellsbæ, biður netverja um að ræða við börnin sín og vara þau við hættunum í bænum. Hún segir að leigubílstjóri hafi reynt með blekkingum að lokka dóttur sína upp í bílinn. Sunna er búin að tilkynna atvikið til lögreglunnar.
Í fjölmennum hópi bæjarbúa á Facebook lýsir Sunna atvikinu nánar:
„Endilega ræðið við börnin ykkar og varið þau við!! Leigubílstjóri var að reyna að fá dóttur mína upp í á strætóstöðinni við Tunguveg í Leirvogstunguhverfinu. Hann laug því að strætóinn kæmi ekki og að hann ætti að skutla öllum sem væru að bíða!,“ segir Sunna og bætir við:
„Hún afþakkaði og leigubíllinn fór svo þegar hún sá strætóinn koma! Ég er búin að hafa samband við lögreglu. Þetta var hvítur „jepplingur“ með taxamerkinu frekar aftarlega á þakinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -