Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Sunna „Tsunami“ á von á barni í nóvember: „Ég fer svo beint í sjóinn í smá chill“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er kona sem þú vilt ekki abbast upp á en það er Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir, atvinnukona í MMA blönduðum bardagalistum en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ná þeim árangri.

Mannlíf heyrði í afmælisbarninu og spurði hana út í daginn, hvort hún haldi upp á daginn á einhvern hátt og þá hvernig.

„Ég var nú bara í vinnunni til kl. 16 en sem betur fer er gaman og gott fólk í vinnunni. Ég fer svo beint í sjóinn í smá chill áður en ég fer heim í faðm fjölskyldunnar sem tekur á móti mér með villibráðakvöldverð og rólegheitum það sem eftir er af kvöldi.

Blaðamanni Mannlífs spurði Sunnu hvort eitthvað sérstak væri á döfinni hjá henni á næstunni.

„Á döfinni eru framkvæmdir heima fyrir komu litla laumufarþegans sem við fjölskyldan eigum von á í nóvember og þess á milli útilegur og ferðalög innanlands og njóta góðra stunda á landinu okkar fagra.“

Mannlíf óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -