Laugardagur 22. janúar, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Svakalegt sætaframboð til Tenerife: „Mikil uppsöfnuð ferðaþörf hjá fólki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á vegum Icelandair verða 844 sæti í boði til Tenerife í hverri viku eftir áramót. Til viðbótar við þann sætafjölda flýgur Play líka vikulega til eyjarinnar fögru og hið sama má segja um leiguflug á vegum ferðaskrifstofanna Heimsferðir, Plúsferðir, Sumarferði og Úrval-Útsýn.

„Við höfum fundið að það er mikil uppsöfnuð ferðaþörf hjá fólki og virðast sólarfrí vera ofarlega á lista margra. Þar er Tenerife auðvitað frábær valkostur en við sjáum líka mikla eftirspurn til Orlando eftir að Bandaríkin opnuðu aftur,” sagði Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samstali við Túrista.

Flugáætlun Icelandair til Tenerife gerði upphaflega ráð fyrir tveimur flugum í viku en vegna gífurlegrar eftirspurnar var tveimur flugum bætt við. Nú er svo komið að fjórar þotur flugfélagsins fljúga til eyjarinnar og gera það með tíu mínútna millibili á miðvikudags- og laugardagsmorgnum. Og til að mæta eftirspurninni þá stefnir Icelandair á að nota breiðþotur í helming ferðanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -