Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Svanborg segir aukið aðgengi að áfengi engan drepa: „Vorum við í of miklu blakk­áti?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar, segir í pistli sem birtist í Fréttablaðinu að aukið aðgengi að áfengi muni ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar. Svanborg segir drykkju­menningu á Íslandi hafa breyst og fólk kunni sér betur hóf en áður fyrr.

Að hennar sögn er í dag svipuð stemming að fara til bruggara og í Friðheima. Því fagnar hún. „Það kom ör­lítið skarð í ríkis­ein­okun í vikunni, þegar ís­lenskum á­fengis­fram­leið­endum var leyft að selja beint til ein­stak­linga, í stað þess að selja bara í gegn um á­fengis­sölu ríkisins og veitinga­staði. Sumir vilja meina að þetta hafi tíðkast, þó það hafi ekki farið hátt. En, jú. Nú geturðu heim­sótt upp­á­halds­bjór­fram­leið­andann og endað á gjafa­vöru­sölunni, þar sem hægt er að kaupa bjór með heim, alveg lög­lega. Alveg eins og þú getur farið og heim­sótt Frið­heima, skoðað tómataræktun og gengið út með alls konar út­gáfur af tómötum: ferskum, maukuðum eða niður­soðum,“ segir Svanborg.

Hún segir þó betur mega ef duga skal. Hún segir helstu rök gegn auknu frjálsræði ekki eiga við lengur. „Helstu rök þeirra sem vilja halda ein­okuninni og helst læsa alla sölu á­fengis þar inni, er að aukið að­gengi auki á­fengis­vandann á Ís­landi. Eins og viljinn til að drekka á­fengi dofni við það að það sé erfitt að nálgast næstu Vín­búð. Hefur fólk ekki þurft að panta á­fengi með póstinum? Eða keyrt hátt í klst. aðra leið í næsta Ríki? Vorum við í of miklu blakk­áti síðustu tvo ára­tugi 20. aldar? Að­gengið var erfitt en drykkju­menningin var sterk og ekkert sem stöðvaði hana. Nú er að­gengið auð­veldara en menningin er með mun veikari prómill. Við skiptum út vodkanu fyrir rauð­vín. Ung­lingarnir drekka minna. Þrátt fyrir aukið að­gengi. Er ekki kominn tími til að treysta full­orðnu fólki fyrir eigin inn­kaupum?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -