Sunnudagur 3. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Svandís ver Guðmund Inga: „Lífið snýst stundum um það að vera manneskja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem gagnrýndur hefur verið undanfarið fyrir afskipti sín að brottflutningi á hinum 11 ára Yasan Tamimi og foreldrum hans. Segir hún málið snúast um að vera manneskja.

„Lífið snýst ekki bara um stjórnsýslu, heldur stundum um það að vera manneskja og hleypa bara hugsun að sem mér finnst mjög mikilvægt,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við RÚV, aðspurð út í umdeilt símtal flokkbróður síns í ríkislögreglustjóra nóttina sem til stóð að senda Yazan og foreldrar hans úr landi.

Segir hún að það sé eðilegt að Guðmundur Ingi láti sér málefni fatlaðs einstaklings varða enda fari hann með málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórninni.

„Hann hafði samband við forsætisráðherra sem er verkstjórinn í ríkisstjórninni og ég bara stend með Guðmundi Inga í því,“ segir Svandís.

Félagi Svandísar í ríkisstjórninni, fjármálaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson er ósammála henni. „Ég held það sé frekar óheppilegt. Það hefði verið eðlilegast að félagsmálaráðherra hefði haft samband við dómsmálaráðherra,“ segir hann við RÚV.

Aðspurð hvort landsmenn geti búist við að ráðherra skipti sér að einstöku lögregluframkvæmdur eftir að þetta fordæmi sé komið fram svaraði Svandís:

- Auglýsing -

„Þetta snýst ekkert um það. Þetta er algjörlega einstakt mál að mínu mati og snýst ekki um fordæmi heldur um það hvað var rétt að gera á þessum tímapunkti.“

RÚV spurði Svandísi hvor hún telji stjórnsýslu Guðmundar Inga hafi þá verið eðilega.

„Þetta snerist um að gera það sem var rétt,“ segir Svandís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -