Miðvikudagur 27. september, 2023
8.7 C
Reykjavik

Svavar Knútur ver Samtökin 78: „Getur verið að þú hafir lent í því að trúa lygaáróðri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn geðþekki Svavar Knútur talar gegn hatri.

Undanfarna daga hafa samfélagsmiðlar logað af hatri, vafasömum fullyrðingum og hreinum lygum og beinist margt af þessu gegn Samtökunum 78 og trans fólki. Ýmiskonar fólk hefur eytt miklum tíma í að leiðrétta lygarnar og Svavar Knútur hefur tjáð sig um málið. Svavar hvetur fólk til að leggja hatrið frá sér og skoða hluti með það í huga að það sé mögulega að deila hlutum sem er lygaáróður. Svavar segir meðal annars í Facebook-færslu:

„Ef þú heldur einlæglega að samtökin 78 séu að kenna leikskólabörnum í Garðabæ að þau séu „hán“ og almennt að kenna krökkum á yngsta stigi grunnskóla hvernig þau eigi að fróa sér og stunda BDSM, þá getur verið að þú hafir lent í því að trúa lygaáróðri og sért jafnvel byrjuð/aður að dreifa honum, eðlilega, þar sem þú hlýtur að vera í sjokki.

En ekki hafa áhyggjur. Þetta er auðvitað pínleg aðstaða, en alveg eins og með píramídaskemu og keðjubréf og Nígeríusvindlara, þá er hægt að komast út úr þessu á einfaldan hátt. Það er tvennt í stöðunni; eitruð þvermóðska og stolt eða kærleikur og auðmýkt. Og ef þú velur kærleikann og auðmýktina ertu á réttri leið.“

Hægt er að lesa alla færslu Svavars hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -