Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Svefnsjúkdómur Annþórs hentar föngum vel: „Óforsvaranlegt að vista okkur meðal annarra fanga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Annþór Kristján Karlsson talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um tímann í fangelsinu en í allt sat hann inni í um 12 ár. Hann talar um skoðun sína á því hvernig honum finnst að fangelsismál ættu að vera hér á landi og hann talar um daginn í dag en Annþór hefur lagt áherslu á að mennta sig og ætlar að halda áfram að vera í námi næstu árin.

Annþór er með svefnröskunarvandamál sem hentar föngum sérstaklega vel. Hann getur sofið endalaust.

„Nei, ég er með svefnröskunarvandamál. Ég get sofið endalaust. Ég vakna alltaf þreyttur. Þetta er víst einhver sjúkdómur. Þetta er mjög leiðinlegt. Það skiptir engu máli hvort ég sofi þrjá tíma eða 12. Ég vakna alltaf þreyttur.“

Það hlýtur að vera kostur að geta sofið hvar og hvenær sem er ef maður er lokaður inni.

„Já, ég var hannaður fyrir það að setja mig í einangrun. Ég gat bara sofið viku eftir viku eftir viku 18-20 tíma á sólarhring.“

Hver var lengsta einangrunin sem hann var settur í?

- Auglýsing -

„Þótt þeir vilji ekki kalla það einangrun þá lenti ég og Börkur í einangrun í eitt og hálft ár. Við vorum bara tveir saman á gangi. Það var ekki kallað einangrun af því að við vorum lokaðir saman á gangi. Við vorum grunaðir um að drepa samfanga okkar og það er réttlætt þannig að það væri óforsvaranlegt að vista okkur meðal annarra fanga af því að við vorum grunaðir um að hafa drepið fanga. Ef ég væri úti á götu og hefði drepið örvhenta Vestfirðing með gleraugu þá væri ég samt vistaður með örvhentum, öðrum Vestfirðingum og öðrum mönnum með gleraugu.“

Viðtalið við Annþór má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -