Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Sveitarfélög hunsuðu nefnd um vistheimili fólks með fatlanir: „Það vantar miklu betra eftirlit“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær skilaði starfshópur skýrslu þar sem meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál var skoðuð. Starfshópurinn segir nærri helming sveitarfélaga landsins hafa hunsað ítrekuð erindi hans. RÚV greindi fyrst frá.

Samkvæmt frétt RÚV svöruðu 31 af 69 sveitarfélögum ekki erindi starfshópsins, þrátt fyrir ítrekanir hans. Meðal þeirra eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins.

Rannsaka tímabilið frá 1970

Starfshópurinn var skipaður af forsætisráðherra í þeim tilgangi að annast rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Skýrslan sem nú hefur verið birt felur í sér undirbúning rannsóknarinnar. Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga um rannsóknarnefndir. Meðal þess sem lagt er til, er að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 til 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Tilgreint er að nauðsynlegt sé að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna.

Svaraleysi Landlæknis og sveitarfélaga

Það vekur furðu að svo mörg sveitarfélög hafi ekki svarað erindum nefndarinnar. Fleiri létu hjá líða að svara, þar á meðal opinber embætti; til að mynda embætti landlæknis. Embætti landlæknis annast eftirlit með aðbúnaði og meðferð fatlaðs fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda á heilbrigðisstofnunum. Sveitarfélögin gegna sömuleiðis slíku eftirlitshlutverki.

Fjölmenn sveitarfélög hunsuðu nefndina

Á Vesturlandi hunsuðu sjö sveitarfélög erindi nefndarinnar. Þau sveitarfélög voru Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur, Stykkishólmsbær, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit.

Á Vestfjörðum voru það Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur sem létu hjá líða að svara.

- Auglýsing -

Á Norðurlandi Vestra bárust ekki svör frá einu einasta sveitarfélagi. Sveitarfélög þess landshluta eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og sveitarfélagið Skagaströnd.

Á Norðurlandi eystra voru það níu sveitarfélög sem virtu nefndina ekki svara. Athygli vekur að meðal þeirra er Akureyrarbær, sem er fimmta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Hin voru Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.

Best frammistaða hjá Austur- og Suðurlandi

Öll sveitarfélög á Austur- og Suðurlandi svöruðu erindum nefndarinnar. Þar á móti svaraði ekkert sveitarfélag á Suðurnesjum. Þau eru Reykjanesbær, sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar.

- Auglýsing -

Öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins svöruðu fyrir utan tvö; Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur.

Furðar sig á sinnuleysi

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.

Í samtali við RÚV segist Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, furða sig á sinnuleysi sveitarfélaganna sem létu hjá líða að svara erindum nefndarinnar. Hann segir þó að fljótt á litið lítist honum vel á tillögur nefndarinnar fyrir framkvæmd rannsóknarinnar. Hann segist þó hafa viljað að rannsóknin næði lengra aftur en til ársins 1970.

„Þetta eru sögur sem verður að segja, bæði til þess að fólk fái réttlæti og að það sé viðurkennt að það var komið fram við það með gjörsamlega óásættanlegum hætti og svo hitt að við lærum af þessu. Það vantar miklu betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki sem er tekið út úr samfélaginu og sett á stofnanir og komið fyrir einhvers staðar,“ segir Árni og bætir við að þetta þýði að fólk sé sett inn í aðstæður þar sem mikil hætta sé á að það njóti ekki lágmarksréttinda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -