Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Svört saga Sjálfstæðisflokksins: „Það var allt frelsið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur kallar eftir því á Facebook að 100 ára saga Sjálfstæðisflokksins verði skrifuð, og það af einhverjum sem stendur fyrir utan flokkinn. Hann fer lauslega yfir sögu flokksins, en hún stangast bersýnilega á við það sem flokksmenn halda fram í dag.

„Hvers vegna hefur aldrei verið skrifuð næstum 100 ára saga stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins? Það væri verðugt verkefni fyrir vandaðan og helst ekki innvígðan fræðimann. Svokölluð sjálfstæðisstefna hefur að mínum dómi nefnilega alls ekki verið sjálfum sér samkvæm eins og gjarnan er látið í veðri vaka af núverandi forystumönnum. Frelsi einstaklingsins hefur að vísu alltaf verið haldið á lofti en í reynd hefur Sjálfstæðisflokkurinn löngum verið kerfisflokkur og fyrirgreiðsluflokkur. Á árum áður þurfti maður helst að vera flokksmaður til að fá fyrirgreiðslu. Það var allt frelsið,“ segir Guðjón.

Hann segir að flokkinn hafa lengst af verið ríkisbúskaparflokkur. Báknið sem þeim er tíðrætt um, kom flest frá þeim sjálfum. „Á kreppuárunum og stríðsárunum  voru jafnaðarmenn og sósíalistar í sókn. Til þess að missa ekki fylgi tók Sjálfstæðisflokkurinn upp mörg hestu stefnumál þeirra, svo sem almannatryggingar og önnur velferðarmál. Í Reykjavík stofnuðu þeir meira að segja bæjarútgerð og ráku stórt opinbert mjólkurbú á Korpúlfstöðum. Sjálfstæðisflokkurinn var í raun orðinn miðjuflokkur, ekki hægri flokkur og sannkallaður ríkisbúskaparflokkur. Aldrei var minnst á skattalækkanir. Þegar létt var nokkuð af ríkishömlum á viðreisnarárunum var það ekki síst fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins (Gylfa Þ),“ segir Guðjón.

Svo hafi flokkurinn orðið að hálfgerðum sértrúarsöfnuði. „Allt breyttist svo eftir 1980. Unga kynslóðin í flokknum dáðist að Margréti Thatcher í Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum.  Skattalækkanir, einkavæðing og afnám regluverks urðu trúaratriði. Það fór eins og það fór. Mikil skuldasöfnun og söfnun auðs á fárra hendur og loks hrun. Með Davíð Oddssyni varð stefna Thatchers og Reagans að trúaratriði í Sjálfstæðisflokknum og hefur eiginlega verið það síðan. Áður fyrr var flokkurinn frekar alþjóðlega sinnaður á köflum en nú er einangrunarhyggjan alls ráðandi. Eða hvað? Það þarf að skrifa sögu flokksins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -