Laugardagur 22. janúar, 2022
0.8 C
Reykjavik

Sýður upp úr í hundasamfélaginu: „Svakalega sárt hversu margir séu að losa sig við „Covid hundana““

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það logar allt í hundasamfélaginu á Facebook eftir að Henný nokkur póstaði þar inn fullyrðingum um að mikið sé um það núna að hundaeigendur séu að losa sig við unga hunda sem þeir fengu sér í kórónuveirufaraldrinum.

Henný ritaði færslu inni í fjölmennu hundasamfélaginu á Facebook. Þar sagði hún:

Mikið svakalega finnst mér sárt að sjá hversu margir séu að losa sig við „Covid hundana“

Fjölmargir hundaeigendur segja þetta bara algjört kjaftæði í Henný og lítið sem ekkert sé um að eigendur séu að losa sig við unga hunda þessa dagana. Friðrik tekur meðal annarra til máls. „Kjaftæði og Fake news,“ fullyrðir Friðrik. Og Sigrún tekur undir. „Þetta er bara kjaftæði!“

Hún segist víst sjá fullt af auglýsingum núna þar sem auglýst er eftir nýjum heimilum fyrir hunda. Hún og fleiri birtu nokkrar nýlegar auglýsingar máli sínu til stuðnings „Á dýr í heimilisleit og bara inn á hundasíðunum, oft svona 1 til tveggja ára, jafn langt og covid hefur verið..“ bendir Henný á.

- Auglýsing -

Sandra er þessu sammála. „Þó að fólk persónulega sjái ekki auglýsingarnar þýðir ekki að þær séu ekki til staðar. og því miður þá er víst eitthvað um það að fólk er að láta frá sér hunda, sérstaklega unga hunda undanfarið, segir Sandra.

Freyja bendir á nokkur dæmi. „Bara í dag komu td 2 nýjar auglysingar inna sos dýr í heimilisleit.. 6 mánada border og 2 ara husky..“ segir Freyja.

Anna er miður sín. „Sammála. Ekki bara vegna covid. Sárt að sjá hve margir losa sig auðveldlega við dýr út af nýju húsnæði eða breyttum aðstæðum eða hverju sem er,“ segir Anna.

- Auglýsing -

Og Úlfur bendir á annað vandamál. „Svo eru sumir sem hafa verið að fá hunda gefins og eru að selja þá á hundruði þúsunda. Græðgi,“ segir Úlfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -