Þriðjudagur 26. september, 2023
10.3 C
Reykjavik

Systurnar hrærðar yfir viðbrögðum almennings: „Ótrúlegt að finna stuðninginn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá fyrr í dag er hlaðvarpið Lömbin Þagna Ekki, vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi. Mannlíf heyrði í systrunum sem stýra hlaðvarpinu.

Það hafa ríkt harðar fjölskyldudeilur í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið og reynt að grafa vatnslagnir í sundur.

Eins og Mannlíf greindi frá fyrr í dag þá hefur hlaðvarpið slegið í gegn hjá þjóðinni og er nú vinsælasta hlaðvarp landsins á Spotify. Mannlíf ræddi við systurnar þrjár um vinsældir hlaðvarpsins.

„Við vorum með hóflegar væntingar, við vonuðum að við myndum ná að minnsta kosti 300 hlustunum fyrir fyrsta þáttinn, á fyrstu vikunni, og svo vorum við að láta okkur dreyma um að ná kannski upp fyrir 2000 hlustanir á þátt þegar 3-4 þættir væru komnir,“ sögðu systurnar um væningar þeirra um hlustun.

Systurnar segjast þakklátar öllum þeim sem hafa lagt við hlustir og vonast til þess að fólk haldi áfram að hlusta. „Það er bara ótrúlegt að finna stuðninginn, finna hvað eru margir tilbúnir að kynna sér þetta og hlusta á okkar sögu. Okkur hefur liðið eins og allt sé gert til að þagga niður í okkur innan ættarinnar, svo að við eigum þessu ekki að venjast og tilfinningin er eiginlega ólýsanleg. Við erum hrærðar og þakklátar.“

- Auglýsing -

„Þegar skemmdarverkin og aðgerðir ættingja okkar héldu áfram að stigmagnast, og aðgerðarleysi lögreglunnar var sláandi, þá einfaldlega höfðum við engin önnur úrræði,“ sögðu þær um af hverju þær völdu að byrja með hlaðvarp frekar en að ræða þetta ítarlega við hefðbundari fjölmiðla. Þá töldu þær sögu sína of stóra fyrir eina fréttagrein.

Systurnar segjast sjálfar hlusta á hlaðvörp, nema hún Ása, og hlusta þær á hlaðvörpin HæHæ, 70 mínútur, Sterk Saman og Morðkastið.

Hægt er að hlusta á þátt tvö hér fyrir neðan

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -