Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Tæplega 30 manns sagt upp á Ísafirði: „Viðamikið end­ur­mat á skuld­bind­ing­um“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrirtækið Skaginn 3X hefur ákveðið að segja upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins á Ísafirði.

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur sagt upp 27 starfsmönnum og ákveðið að loka starfsstöð fyrirtæksins á Ísafirði. Fyrirtækið kennir þungum rekstri um ákvörðunina. Alþjóðlega fyrirtækið Baader er eigandi Skagans 3X en fyrirtækið 60% hlut árið 2020 og svo 40% hlut í fyrra.

„Rekst­ur Skag­ans 3X hef­ur verið mjög þung­ur síðustu miss­eri og eins og áður hef­ur komið fram þurfti fyr­ir­tækið að fara í viðamikið end­ur­mat á skuld­bind­ing­um og kröf­um í kjöl­far eig­enda­skipta. Þá hef­ur ólga verið á helstu mörkuðum þess síðustu miss­eri, bæði vegna stríðsátaka sem tengj­ast Rússlandi og Covid heims­far­ald­urs­ins. Við höf­um velt við hverj­um steini þar sem þær rekstr­ar- og markaðslegu for­send­ur sem lagt var upp með við eig­enda­skipt­in hafa ekki gengið eft­ir. Niðurstaðan varð sú að samþætta alla fram­leiðslu á Akra­nesi,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -