Föstudagur 3. febrúar, 2023
4.8 C
Reykjavik

Tannleysi falið vandamál hjá ungu fólki: „Síðan verður barnið 18 ára – og hver grípur það þá?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Greinin hefur verið uppfærð.

Blaðamaður Mannlífs ræddi við Oddnýju Jakobs Kristínardóttur, yfirráðgjafa á tannlæknastofunni Íslenska Klíníkin í Búdapest.

Þetta er partur af öðrum hluta umfjöllunar um Íslensku Klíníkina og tannlækningar í Búdapest. Fyrsti hluti þessarar umfjöllunar birtist á mannlif.is nýverið og fleiri pistlar munu birtast þar á næstunni.

Oddný segir að mikill meirihluti þeirra sem koma út á stofuna frá Íslandi er fólk sem þarf á miklum eða stórum meðferðum og aðgerðum að halda.

„Þetta eru langtíma vandamál. Í sumum tilfellum er þetta fólk sem komið er á efri ár og hefur kannski ekki sinnt tönnunum vegna ábyrgðar og annarra skyldna í lífinu. Það voru alltaf börnin, eða húsið eða eitthvað annað. Vegna þess að þetta er svo dýrt heima. Nú erum við með kerfi heima á Íslandi sem virkar þannig að börn fá skoðun einu sinni eða tvisvar á ári, sem kostar 2.500 krónur, sem ríkið borgar. Þetta er bara skoðun, en ekki viðgerð. Viðgerðina þarf fólk síðan að borga sjálft. Þú sem foreldri sinnir þessu og þar sem skoðunin er orðin svo til frí þá geturðu gripið oftar inn í, þannig að reikningurinn verður kannski lægri, ef þú ert ekki það óheppinn að barnið sé með lélegan glerung eða annað slíkt, sem kostar heilmikið. Eða ef það þarf að fara í tannréttingar.“

[innsk. blm. Athygli ritstjórnar Mannlífs hefur verið vakin á því að ráðgjafi hjá Íslensku Klíníkinni í Búdapest, hafi farið með rangt mál hvað varðar greiðslu fyrir tannviðgerðir barna á Íslandi. Þær eru gerðar viðkomandi að kostnaðarlausu fram til 18 ára aldurs, að undanskildu komugjaldi upp á 2.500 krónur á ári og leiðréttist sú rangfærsla hér með. Tannréttingar falla þó ekki þar undir. Um er að ræða viðtal þar sem ýmislegt fleira er haft eftir ráðgjafa, í beinni ræðu, og liggur ábyrgð á þeim orðum hjá þeim sem þau mælir. Ritstjórn Mannlífs þykir miður og harmar ef viðmælandi blaðsins hefur farið með rangt mál í fullyrðingum sínum um starfshætti tannlækna á Íslandi.]

- Auglýsing -

„Síðan verður barnið þitt 18 ára – og hver grípur það þá? Því að í 90 prósent tilfella held ég að foreldrar séu ekki að hnippa í börnin sín tvisvar á ári eftir að þau verða 18 ára og minna þau á að fara í skoðun. Svo spá þau jafnvel ekkert í þetta fyrr en í kringum 25 ára aldur og þá er þetta kannski orðið ansi mikið sem þarf að gera og reikningurinn hár; „Ég fór til tannlæknis og hann segir að það þurfi að gera þetta og þetta, og það kostar bara 400.000 krónur.“ Svo þau hunsa þetta: „Æ, mér er nú ekkert illt.“ Og við taka önnur tíu ár. Þannig að ég held að fólk frá 18 ára og alveg upp að 35 ára aldri sé bara hópur sem við verðum að grípa. Því ég veit að þú myndir ekki trúa því hvað það er margt fólk í þessum aldurshópi með gervitennur.“

Blaðamanni var boðið út á vegum Íslensku Klíníkurinnar í Búdapest, stofu í eigu Íslendinga. Umfjöllunin er gerð í samstarfi við stofuna.

Blaðamaður einsetur sér að skrifa af fagmennsku og fjalla af heiðarleika um það sem fyrir augu hans bar.

- Auglýsing -

Umfjöllunina, sem og viðtalið við Oddnýju í heild sinni má nálgast í nýjasta helgarblaði Mannlífs á vefnum hér.

Einnig er hægt að næla sér í ókeypis eintak í verslunum Bónuss og Hagkaupa. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -