Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Tap upp á 30,9 milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

COVID-19 faraldurinn og yfirgripsmiklar ferðatakmarkanir höfðu veruleg áhrif á tekjur og afkomu Icelandair Group í mars en tap félagsins nam 30,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs.

Í tikynningunni kemur einnig fram að eigið fé hafi numið 27,2 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins og að lausafjárstaða félagsins hafi numið 40 milljörðum króna í lok marsmánaðar. Einskiptiskostnaður upp á ríflega 23 milljarða króna féll á félagið vegna áhrifa kórónaveirunnar í fjórðungnum.

„Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði verulega á milli ára þar sem áherslan á að bæta afkomu leiðakerfisins hélt áfram að skila sér eins og mánuðina á undan. Hins vegar var afkoma félagsins töluvert undir væntingum í marsmánuði en kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins frá því í byrjun mars,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair í tilkynningunni.

Hann segir að vegna þessa hafi félagið þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni sem blasir við. „Á sama tíma vinnum við að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma með fjárhagslegri endurskipulagningu og fyrirhuguðu hlutafjárútboði.“

Bogi kveðst sannfærður um að tækifærin fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi verði mikil þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur.

„Ég er sannfærður um að það verði mikil tækifæri fyrir Ísland sem ferðamannaland og sem öfluga tengimiðstöð alþjóðaflugs á milli Evrópu og Norður Ameríku þegar óvissunni lýkur. Við ætlum að vera í sterkri stöðu, nýta okkur sveigjanleika leiðakerfis Icelandair sem við höfum byggt upp í áratugi og sækja fram af krafti þegar sá tími kemur. Það mun skipta sköpum fyrir endurreisn íslenskrar ferðaþjónustu og þar með hagkerfisins í heild.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -