Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Teitur fékk sig fullsaddan af sorphirðu borginnar: „Orðinn þreyttur á að vera Indriði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mér dettur bara í hug karakterarnir hans Jóns Gnarrs. Magnús Skúli Magnússon stýrir förinni og þar af leiðandi breytast borgarbúar í Indriða sem láta allt fara í taugarnar á sér og kvarta og kveina í sífellu. Ég er orðinn þreyttur að að vera Indriði og ákvað á dögunum að vera ég sjálfur. Ég ætla að taka til eftir sóðana við grenndargámana við JL-Húsið og Vesturbæjarlaugina. Mér er alveg sama þótt fólk telji mig skrýtinn og vera með lausa skrúfu. Það er betra en að vera Indriði. Hann er óþolandi“ skrifar Teitur Atlason íbúi í Vestubæ Reykjavíkur sem hefur fengið sig fullsaddan af sorphirðu í borginni. Hann deilir á Facebook með öðrum íbúum hverfisins pistli og eigin framtaki vegna stöðunar:

„Mér hefur ásamt öðrum í hverfinu blöskrað sóðaskapurinn í kringum grenndargámastöðvarnar sem eru við Vesturbæjarlaug og JL-Húsið. Umgengin var með þvílíkum endemum að ég varð beinlínis forvitinn að komast til botns í málinu. Ég sá strax að gámarnir voru alltaf troðfullir og því ákveðinn freistnivandi frá borgurnum að skilja bara eftir ruslið sitt fyrir utan gáminn. Þetta er auðvitað ferlegur ruddaskapur en í ákveðnu ljósi er þetta skiljanlegt.“

Teitur útskýrir að fyrirtækið Terra sjái um tæmingar á grenndargámastöðvum fyrir Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að því miður ráði íbúar Reykjavíkur ekki miklu innan Sorpu og fulltrúar borgarinnar mjög passívir á eiginlega allt sem kemur á borð stjórnarinnar.

Eftir svolitla athugun komst Teitur að því að Terra sér um að tæma grenndargámana einu sinni í viku óháð þörfum íbúa eða síendurtekna þörf á frekari losun sem birtist í ruslastöflum sem myndist við gámana: „Þjónustan er sem sagt ekki miðuð við þörfina á henni heldur eitthvað dagatal“.

Sumarfríið nýtt til sorphirðu

Teitur einsetti sér að gera tilraun í sumarfríinu sínu og fylgjast með hversu ört gámarnir væru tæmdir.

„Ég mætti á hverjum degi í tvær vikur og tók ljósmyndir og skrifaði litla skýrslu á Facebooksíðunni “Vesturbærinn”. Niðurstaðan er í komin í hús mér sýnist fatagámurinn, sem þjónar póstnúmerum 170 og 107 og hluta af 101, fyllis á tveimur sólahringum. Pappírs og plastgámarnir eru tæmdir á viku fresti,“ ritar Teitur.

- Auglýsing -

„Grenndargámastöðin við JL-Húsið var sérstaklega ógeðsleg og meira að segja Rauði krossinn hafði tekið í burtu fatagáminn sem var á stöðinni. Ég í félagi við annan áhugamann um sorpmál í Vesturbænum, ræstum svæðið og gerðum fínt. Fórum með heila kerru af rusli í Sorpu. Daginn eftir sópaði ég í kring og þreif drulluna af gámunum sjálfum. Ég rétti af gámana því þeir voru ekki samsíða og raðað bara einhvernvegin. Ég var viss um að þrifaleg grenndarstöð kallaði á þrifalega umgengni. Þetta hefur gengið eftir og núna hefur grenndarstöðin við JL-Húsið verið fín og þrifaleg í meira en viku. Sama er ekki hægt að segja um grenndarstöðina við Vesturbæjarlaug en ég tók mig einnig til og þreif upp óþverrann sem ruslakjánar höfðu skilið eftir. Sjáum hvað setur,“ útskýrir Teitur.

Fatagámum fækkað vegna bágrar umgengni

Teitur bendir á að fatagámum á vegum Rauða krossins á svæðinu hafi fækkað úr fimm niður í einn sökum sóðaskapar og bágrar umgengni.
„Þegar grenndargámastöðin var á Eiðistorgi voru þar þrír fatagámar auk annarra gáma. Stöðinni var lokað vegna slæmrar umgengni og ekkert sett í staðinn. Vandinn var bara fluttur til Reykjavíkur en það er reyndar hálfgert inntak í pólitík á Nesinu en það er önnur og sorglegri saga. Auðvitað er slæm umgengi vond í sjálfu sér. En að nota slæma umgengi til þess að loka grenndarstöð sem langsamlega flestir ganga vel um, er fáránleg stjórnsýsla.“

„Ég var fyrst og fremst forvitinn um tíðnina á tæmingu þessara gáma og þá komst ég t.d að því að fatagámur Rauða krossins fyllist á tveimur sólahringum en er tæmdur á viku fresti. Afleiðingin er að fólk skilur eftir fatapoka fyrir utan gáminn. Það er alger fáviska því um leið og þetta gerist er innihaldinu hent með gömlum sófasettum og þess háttar og að lokum urðað.“

- Auglýsing -

Teitur útskýrir að blautar flíkur sem skyldar eru eftir fyrir utan gámana blotni jafnan sökum  veðurs. Þessar flíkur mygli í geymslu og dreifist yfir í aðrar flíkur: „Allt innihald gámsins eyðileggst á skömmum tíma. Og öll sú viðleitni almennilegrar manneskju að endurnýta fötnin sín er fyrir bí vegna þess að einhver bjáni skildi eftir fatapoka fyrir utan gáminn.“
Því eru fatapokum fyrir utan fatagáma hent beint í urðum þegar þeir eru týndir saman.
Teitur bendir Rauða Krossinum á tvær mismunandi lausnir sem gætu stuðlað að bættri endurnýtingu og minni sóðaskapar, enda Vesturbæingar orðnir langþreyttir á ástandinu.

Teitur telur að lausnin sé fólgin í að auka tíðni losunar gámanna og/eða að fjölga þeim.

 

Margt þykir Teiti óskiljanlegt við rekstur grenndarstöðvanna og fjölmargar spurningar hafa kviknað hjá honum í kjölfar málsins og eru þær meðan annars:
Hvers vegna eru grenndarstöðvarnar ekki tæmdar oftar?
Af hverju eru ekki fleiri gámar?
Hvers vegna er gámunum raðað eins og teningum í Yatsí?
Af hverju eru gámarnir beyglaðir og brenndir?
Af hverju eru ekki gámar fyrir málma á grenndarstöðvum?
Hvers vegna ganga svona grenndarstöðvar upp í borgum erlendis en ekki í Reykjavík?
Teitur er búinn að gefast upp á starfmönnum borgarinnar og verktökum sem fyrir hana starfa og skrifar í lokin:
„Þetta hefur verið lærdómsríkt og ég veit að það eru fleiri en ég sem eru orðin þreytt að því að vera Indriði. Ég ætla ekki að treysta á starfsmenn borgarinnar eða verktaka á hennar vegum til þess að þrífa upp eftir illa upp alda sóða. Ég ætla bara að gera það sjálfur.“

Hér má lesa færslu Teits í heild

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -