Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Telur að stofnendum myndi blöskra þessi hegðun: „Það lagði á sig mikla baráttu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi, hefur áhyggjur af Grund.

Eins og greint var frá í gærkvöldi hefur 33 starfsmönnum á Grundarheimilunum svokölluðu verið sagt upp störfum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að þetta væri eingöngu til þess að ríkir íslenskir kallar geti hagnast enn meira á því að nýta ódýrt vinnuafl fátækra kvenna. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi, gerir uppsagnirnar að umtalsefni í nýjum pistli sem hann birti á Facebook.

“Ég hef lengi fylgst með starfinu á Elliheimilinu Grund,” sagði Jón Viðar. “Sú var tíð að aðbúnaður þar var svo slæmur að fólk dró mjög við sig að senda aldraða foreldra eða ættingja þar inn. Mamma heitin fór þangað inn fyrir tíu árum, var þar síðustu fjögur æviárin, og þá höfðu orðið alger umskipti til hins betra. – Í og með þess vegna finnst mér sérlega dapurt að fyrirtæki sem er helgað mannúð og líknarmálum skuli taka þátt í þessari óhæfu sem hver maður sér til hvers er; að þrýsta niður launum ræstingafólks og annarra láglaunastarfsmanna – og leyfa einhverjum einkafyrirtækjum að fitna í leiðinni.”

Telur hann að stofnendum Grundar myndi blöskra við þau vinnubrögð sem þarna eru á ferðinni.

“Ég er handviss um að því góða fólki sem kom að því að stofna Grund fyrir rúmri öld og knúið var áfram af kærleiksboðskap Krists myndi blöskra þetta. Það var fólk sem þekkti af eigin raun, hvernig var farið með aldrað fólk, öryrkja, vangefna, munaðarleysingja og aðra bágstadda á því Íslandi fátæktarinnar sem þá var. Draumur þess var að því ástandi yrði útrýmt héðan um aldur og ævi og það lagði á sig mikla baráttu – gleymum því aldrei – við lítil laun til að hrinda honum í framkvæmd. Það hefði örugglega snúist hart gegn þeirri ósvinnu sem hér er í uppsiglingu hjá arftökunum.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -