Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

„Það er ekkert hjá mér nema að bíða eftir að komast við hliðina á henni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Líndal Gestsson missti eiginkonu sína til sextíu ára, Ágústu Ragnheiði Benediktsdóttur, eftir að þau veiktust bæði af COVID-19 í ferð til Kanaríeyja í mars. Bjarni veiktist á Kanarí en náði sér nokkrum dögum eftir heimkomu til Íslands eftir erfið veikindi og einangrun á sjúkrastofnun. Ágústa veiktist í kjölfarið og féll frá vegna COVID-19 sjúkdómsins.

„Hún var yndisleg. Mikil húsmóðir og barnakona sem ól upp fjögur börn,“ sagði Bjarni í viðtali í útvarpsþættinum Lestin á Rás 1, en hann er eftirlaunaþegi búsettur á Ísafirði. Undanfarin ár höfðu hjónin reglulega heimsótt Gran Canaria eyjuna. Í ferðinni í mars síðastliðnum þurftu þau að fara fyrr heima vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og var Bjarni orðinn veikur þegar þau héldu heimleiðis. Við heimkomu var Bjarni lagður strax inn og var hann þungt haldinn. „Ég hélt þetta væri bara flensa eins og hefur komið fyrir áður að maður nær sér í úti. Þegar við komum heim er ég orðinn mikið veikur,“ sagði Bjarni. „Ég man bara þegar ég var að mótmæla því að fara á spítalann og þegar ég leggst a börurnar. En svo man ég ekkert eftir því að koma á spítalann.“

Bjarni lá þungt haldinn á spítala í 5 daga og þegar hann útskrifaðist veiktist Ágústa alvarlega af COVID-19. Þau hjónin voru ákaflega samrýnd og ferðuðust mikið saman. „Ég sé eiginlega enga framtíð. Við ferðumst saman alveg sama hvað við fórum. Það er ekkert fram undan hjá mér nema að vera ellilífeyrisþegi áfram, ég er að verða áttræður í næsta mánuði, svoleiðis að það er ekkert hjá mér nema að bíða eftir að komast við hliðina á henni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -