2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„ Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum“

„Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands. Félagið styður heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“

Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu frá Félagi fréttamanna til BÍ.

„Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk. Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum.“

Undir stuðningsyfirlýsinguna skrifar Alma Ómarsdóttir formaður fyrir hönd Félags fréttamanna.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum