Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Það þarf að gera eitthvað núna. Ekki á morgun. Því stórslys er í aðsigi.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í leiðara Mannlífs í dag fjallar Roald Eyvindsson útgáfustjóri um ástandið á bráðamóttöku Landspítalans. Veltir hann fyrir sér hvað þurfi til að einstaklingar hætti að benda hver á annan þegar staðan er gagnrýnd og taki raunverulega á vandanum?

 

Þarf fleiri dauðsföll af völdum álagsmistaka?

„Auðvitað er með ólíkindum og til háborinnar skammar að svona skuli staðan vera í nútímasamfélagi. Samfélagi þar sem ráðamenn leyfa sér að hreykja sér af því út um allar koppagrundir hversu framarlega Ísland standi í hinu og þessu á meðan stofnun sem er jafnmikilvæg samfélaginu og bráðamóttakan er í molum. Hvað þarf eiginlega til svo þetta góða fólk hætti að þrugla um hagræðingu og sparnað og stór framtíðaráform sem eigi að bjarga öllu þegar málið ber á góma. Hvað þarf til svo það hætti að benda hvert á annað þegar staðan er gagnrýnd og taki raunverulega á vandanum. Faraldur? Eða kannski fleiri dauðsföll af völdum álagsmistaka? Maður hreinlega spyr sig. Því það er löngu orðið ljóst að svona gengur þetta ekki lengur. Að það þarf að gera eitthvað núna. Ekki á morgun. Því stórslys er í aðsigi.“

Fregnir sem eru ekki nýjar af nálinni

„Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af hættuástandi á bráðamóttökunni. Í fyrra lýsti hjúkrunarfræðingur í pistli, sem vakti athygli, hörmungardegi á spítalanum föstudaginn 13. september. Þá hafi „nýtt og ömurlegt“ met verið slegið á bráðamóttökunni þegar 41 sjúklingur var lagður inn en á deildinni eru 36 rúm. Ekkert svigrúm hafi verið fyrir starfsfólkið að taka á móti nýjum sjúklingum sem streymdu þó á spítalann. Kennslustjóri bráðalækninga á Landspítalanum tók undir þau orð í viðtali stuttu síðar og sagði að ástandið á bráðamóttökunni hefði verið slæmt lengi en nú væri það orðið „farsakennt,“ segir Roald.

Landspítalinn er ein af grunnstoðum íslenskt samfélags og þar ríkir grafalvarlegt ástand. „Já, ástandið þarna er búið að vera slæmt svo lengi að í desember 2018 sá Embætti landlæknis sig knúið til að láta gera úttekt á stöðunni. Sú úttekt leiddi í ljós að bráðamóttakan glímdi meðal annars við manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu og útskriftarvanda, þar sem viðeigandi legudeildir á spítalanum gátu ekki tekið við sjúklingunum vegna plássleysis. Með öðrum orðum reyndist vaxandi álag ár frá ári, undirmönnun og skortur á hjúkrunarrýmum vera nokkrar af ástæðum þess að allt var komið í bullandi rugl á deildinni. Teymið sem gerði úttektina varaði við því að ástandið gæti stofnað öryggi sjúklinga í hættu,“ skrifar Roald.

- Auglýsing -

„Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Það er fyrirsjáanlegt að þetta getur ekki farið vel. Það er full ástæða til að vara við því.“ Með þessum hætti lýsir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, stöðunni sem nú er komin upp á bráðamóttökunni. Deildin sé þegar yfirfull. Sprungin. Sýkingarvarnir brostnar. Og stórslys í aðsigi.

„Það þarf að gera eitthvað núna. Ekki á morgun. Því stórslys er í aðsigi.“

Bráðamóttökunni líkt við slömmin í London

- Auglýsing -

Og ekki virtust niðurstöðurnar koma þeim sérstaklega á óvart sem til þekktu. Einn læknir gekk meira að segja svo langt að líkja ástandinu á bráðamóttökunni við slömmin í London á tímum Dickens í pistli sem birtist á vef Kvennablaðsins í janúar í fyrra. Ef einhver ætlar að reyna að halda því fram að sú lýsing sé stórlega ýkt þá hefur sá hinn sami varla þurft að gera sér ferð niður í Fossvog nýlega og séð ástandið með eigin augum. Það hefur undirritaður gert þegar hann hefur fylgt fjölskyldumeðlimum þangað og getur staðfest að þar er ekki gæfulegt um að lítast. Herbergin troðfull af sjúklingum og restinni komið fyrir í rúmum frammi á göngunum eða á setustofu til bráðabirgða. Og þótt starfsfólkið geri ævinlega sitt allrabesta er hverjum manni ljóst sem er með sjónina í sæmilegu lagi að blessað fólkið er að kikna undan álagi.

Sjá leiðarinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -