Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Það verða margir glaðir þegar ferðamennirnir koma aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á meðan innlendir ferðaþjónustuaðilar vonast margir til þess að ferðalög Íslendinga innanlands í sumar komi til með að fleyta þeim í gegnum þá erfiðleika sem við blasa, þá er ljóst að það mun ekki bjarga íslensku bílaleigunum. Þær þurfa nauðsynlega á ferðamönnunum að halda og í þeirra augum er sumarið ónýtt. Bílaleigurnar reyna nú hvað þær geta til að minnka bílaflotann þeirra með því að selja bíla en í fyrra voru skráðir tæplega 22 þúsund bílaleigubílar á landinu. Bílaleigurnar koma síðan til með að leggjast í híði fram á næsta sumar.

„Það er túristinn sem er uppistaðan í þessu öllu saman og staðan er því ekkert sérstök.“

Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, segir ljóst að bílaleigurnar komi til með að vera í dvala þar til erlendir ferðamenn snúi aftur til landsins. Hann segir það hjálpa fyrirtækinu aðeins hversu öflugt það er á fyrirtækja- og langtímaleigumarkaði og að nú virðist fleiri Íslendingar vera á landinu en venjulega sökum COVID-19 faraldursins. „Ásókn í langtímaleigu hefur aukist undanfarið vegna þessa ástands því nú eru margir á Íslandi sem annars væru erlendis vegna viðskipta til dæmis eða eru búsettir annars staðar en komu heim í faraldrinum. Margt af því fólki á ekki bíl hér á landi,“ segir Sigfús Bjarni.

Sigfús Bjarni viðurkennir að það sé auðvitað gott að fá eitthvað í kassann með langtímaleigum en er á því að ferðalög Íslendinga innanlands komi ekki til með að bjarga málunum. „Leiga til Íslendinga og langtímaleigan eru eru samt engin stórviðskipti sem koma til með að bæta okkur. „Leiga til Íslendinga og langtímaleigan eru samt engin stórviðskipti sem koma til með að bæta okkur upp túristaleiguna enda verðin lág. Það er túristinn sem er uppistaðan í þessu öllu saman og staðan er því ekkert sérstök. Það verða margir glaðir þegar ferðamennirnir koma aftur. Fyrirtækin sem treysta á landann í sumar eru að selja vöruna á miklu lægra verði en þau raunverulega þurfa að fá. Það er bara verið að reyna að fá eitthvað inn. Venjulega erum við á þessum tímapunkti farnir með allt í gang en það er ekkert að fara í gang í sumar og því stór bílafloti sem stendur kyrr,“ segir Sigfús Bjarni.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -