Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Þegar klámstjarnan Ron Jeremy mætti á klakann: „Hvað hefur þú átt kynmök við margar konur?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margt hefur breyst á Íslandi frá árinu 2002, sem betur fer myndu margir segja. Það ár var frumsýnd hér á landi heimildarmyndin Porn Star: The Legend of Ron Jeremy og af því tilefni kom Jeremy í heimsókn til landsins og eyddi hér heilli helgi. Kom hann fram á uppistandi Jóns Gnarr og Péturs Jóhanns sem og á tónleikum XXX Rottweiler á Gauknum.

Dagblaðið Vísir tók við hann „tímamóta“ viðtal þar sem hann var spurður spjörunum út, ef svo má að orði komast. Fékk hann gáfumannaspurningar á borð við „Hversu stórt er typpið?“ og „Eru ljótar konur betri í rúminu en þær fallegu?“ og Ron Jeremy svaraði öllu heiðarlega.

Ron Jeremy, sem líkist helst sveittum Mario í Mario Bros leikjunum, átti um árabil farsælan feril í klámbransanum en nú er þeim kafla aldeilis lokið en hann var ákærður í ágúst 2021 fyrir alls 30 kynferðisbrotamál gegn 21 konu, frá 15 ára og upp í 54 ára. Í febrúar á þessu ári var Jeremy vistaður á geðheilbrigðisstofnun ríkisins í Kaliforníu eftir að hafa verið fundinn óhæfur til að sitja við réttarhöldin vegna andlegra veikinda. Hefur hann dvalið á geðsjúkrahúsi í Kaliforníu síðan.

Hér fyrir neðan má lesa hið furðulega viðtal frá 2002.

Ron svarar spurningum þjóðarinnar

Eins og flestir ættu að vita er klámkóngurinn Ron Jeremy kominn til landsins. Við báðum fyrir nokkru lesendur okkar að senda inn spurningar fyrir Ron og hér eru svörin við þeim spurningum sem við sendum til hans. Hann verður hér fram á sunnudag og hefur nóg fyrir stafni. í kvöld verður hann í Háskólabíói, fyrst kl. 20 þar sem haldin verður aukasýning á myndinni hann og eftir á geta áhugasamir spurt hann „spjörunum úr“. Á miðnætti verður svo uppistand með honum, Jóni Gnarr og Pétrí í Ding Dong. Að síðustu má svo nefna að hann mun koma fram með XXX Rottweiler annað kvöld á Gauknum.

1. Kynntist þú hinum goðsagnakennda og fyrrum stórstjömu í kláminu, John Holmes? Ef svo er, hvað geturðu sagt okkur um hann sem persónu? Ég hef heyrt að hann hafi verið ásakaður um morð og líka að kvikmyndin „Boogie nights“ væri í raun og veru um hann. Er það satt? Ron: „Hvorutveggja er satt. Ég var ráðgjafi við gerð myndarinnar (ég er á kreditlistanum). John var alltaf góður við mig en hann lagði það í vana sinn að ljúga. Enginn vissi fyrir víst hvort hann væri giftur, ætti böm, hvaðan hann kæmi og svo framvegis. Hann ýkti statt og stöðugt. Hann var á kafi í hörðu dópi en það sá ég reyndar aldrei sjálfur. Hann var samsekur um fjöldamorð en hann lokkaði fólk á ákveðna staði þar sem það var barið til dauða. Hann var vanur að kalla mig „litla typpi“… Ég var líka vanur að grínast við hann og sagði: „Ég hef náð botninum, en hvar ert þú? Þú ert ekki að stunda kynlíf, heldur krabbameinsskoðun í legi.“

2. Hvað hefur þú átt kynmök við margar konur?

Ron: „Á milli 4 og 5 þúsund konur sem er minna en hjá flestum rokkstjörnum.“

3. Eftir því sem árin líða, áttu aldrei í erfiðleikum með „getuna“?

Ron: „Ég get ennþá gert það en það verður örlítið erfiðara. Þetta myndi ég aldrei viðurkenna í Bandaríkjunum.“

4. Hver er þín uppáhalds stelling?

Ron: „Trúboðastellingin. Svo ég geti séð fallega andlitið hennar.“

5. Hver er þín uppáhaldstilvitnun í klámmyndir?

Ron: „(Með sjónauka fyrir aftan stelpu) „Ég næ að sjá Uranus á björtu kvöldi“ (On a clear night, I can see Uranus).“

6. Við hvernig tónlist líkar þér best? hljóðgervilsklámmyndatónlist, kannski?

Ron: „Nei, ekki séns. Ég er hrifinn af klassískri tónlist (sérstaklega barokk-tímabilinu) og hvers kyns rokki og rappi. Meira að segja Frank Sinatra.“

7. Sagan segir að þú sért bæði mjög nískur og mjög ríkur. Er það rétt?

Ron: „Nokkuð rétt.“

8. Þú varst þess heiðurs aðnjótandi að vera númer 151 þegar Annabel Chong setti heimsmet í hóþreið. Hvernig tilfinning var það að eiga kynmök með konu undir þeim kringumstæðum?

Ron: „Ég er hrifinn af því að þú skulir kalla það „heiður“. Það var vissulega öðruvísi. Hún fór reyndar í sturtu og tók smáhlé áður en kom að mér. Ég fékk meira að segja að eyða smá tíma með 4 fluff-stelpum (stelpur sem hita karlinn upp áður en að tökum kemur) áður en ég byrjaði með henni sem var frábært. Smá aukaupplýsingar: Allir áhugamenn sem tóku þátt í þessu þurftu að nota smokk – fagmennimir ekki.“

9. Hversu stór er hann? Ron: „5 sentimetra frá gólfinu! (Hið rétta er 25 cm)“ (A4 blað er 29,5 cm á lengd).

10. Ef typpið á þér væri minna myndi lífið vera öðruvísi í dag og ef svo væri, væri það verra?

Ron: „Já, verra.“

11. Hvað finnst fjölskyldu þinni um þinn starfsferil?

Ron: „Hún sættir sig við það.“

12. Hefur þú einhvern tímann verið ástfanginn?

Ron: „Já, en það er erfitt þegar maður er í bransanum.“

13. Heldurðu að þú munir einhvern tímann gifta þig eða eignast börn?

Ron: „Já, margir eignast börn á sextugsaldri. Tony Randall eignaðist sín böm þegar hann var á áttræðisaldri.“

14. Myndir þú leyfa bömunum þínum að fara í klámbransann?

Ron: „Þegar þau eru orðin 18 ára gömul geta þau gert það sem þau vilja, en ég myndi frekar reyna að fá þau til að fara í háskóla.“

15. Hvernig fannst þér að vinna við gerð „Boogie Nights“? Hvernig var Paul Thomas Anderson? Kynntist þú einhverjum leikaranna?

Ron: „Þetta var frábær reynsla, RT. Anderson er mjög hæfur leikstjóri og fínn gaur. Uppáhaldsleikarar mínir í myndinni voru þeir William H. Macy og Mark Wahlberg, báðir frábærir strákar.“

16. Hvar sérðu sjálfan þig í framtíðinni, hvar liggur þinn metnaður?

Ron: „Að halda áfram að vinna í hefðbundinni kvikmyndagerð.“

17. Þekkirðu sjálfur eitthvað af frægu Hollywood-fólki, til dæmis leikara? Hefur þú átt kynmök með einhverja þeirra?

Ron: „Ég vil ekki ræða með hverjum ég hef stundað kynlíf en ef þú vilt sjá með hvaða fræga fólki ég hef „hangið“, farðu bara á heimasíðuna mína, ronjeremy.com.“

18. Par sem þú hefur stundað kynlíf með gífurlegum fjölda kvenna ættirðu að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu. Ég vil vita hvort fallegar stelpur em betri í rúminu en þær Ijótu. Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég hef heyrt að digrar dömur séu betri í rúminu þar sem í hvert skipti sem þær stunda kynlíf sé það eirts og þeirra síðasta.

Ron: „Ég held að það sé algjörlega hárrétt og það á líka við um karlmenn. Fallega fólkið er bara ekki að reyna af fremsta megni. Kannski er það þess vegna sem ég hef reynt að vera svona góður…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -