Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Þekkt íslensk verslun sökuð um hönnunarstuld: „Þær kölluðu þetta tilviljun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verslunin Stroff er vinsæl á meðal hannyrðafólks en þar má finna ótal prjónauppskrifta og annars sem þarf til prjónamennsku.

Nokkrir viðskiptavinir hafa þó ekki verið sáttir með þjónustu verslunarinnar en eitthvað hefur borið á að Stroff sé að taka uppskriftir frá erlendum hönnuðum og selja undir sínu nafnu. „Þegar ég sendi Stroff, könnuðust þær ekkert við að hafa stolið og kölluðu þetta tilviljun en tóku samt uppskriftina úr sölu,“ segir einn viðskiptavinur verslunarinnar og heldur áfram, „Þær endurgreiða þeim sem senda á þær kvörtun, koma ekki með neinar útskýringar en byðjast stundum afsökunar og endurgreiða. Þær báðu mig ekki afsökunar heldur lögðu inn á mig endurgreiðslu.“

Eigendur Stroff hafa ekki viljað útskýra líkindi uppskrifta frá þeim og öðrum hönnuðum en endurgreiða þó þeim sem byðja um það og eyða svo út uppskriftinni.

Samkvæmt viðskiptavinum verslunarinnar hefur þetta ýtrekað átt sér stað.

Á mynd hér fyrir neðan má sjá skjáskot af vefverslun Stroff og af Instagram síðu Garnhimmelen sem er í eigu norsks hönnuðs. Eins og má sjá eru peysurnar mjög svipaðar en Stroff hefur síðan eytt út uppskriftinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -