Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þekktir tjá sig um hlerunarmálið: „Jón er birtingarmynd spillingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt annað er talað um á kaffistofum landsins en hlerunarmál Jóns Gunnarssonar en fjölmargir landsmenn eru afar ósáttir við uppljóstrun Heimildarinnar, ef dæma má út frá samfélagsmiðlunum. Hér má sjá nokkur viðbrögð þjóðþekktra einstaklinga sem birtust á Facebook.

Björn Þorláksson, rithöfundur, frambjóðandi Flokks fólksins og starfsmaður Samstöðunnar spyr hvort um sé að ræða besta vin aðal, en nýútkomin bók hans heitir sama nafni og fjallar um spillingarmál á Íslandi.

Björn: „Besti vinur aðal? Fenginn til að skítamixa, víla og díla bak við tjöldin. Undir fölsku flaggi. Nàið þið spillingunni? Í flestum öðrum ríkjum væru menn búnir að segja af sér en hér eigum við helst að læra af málinu að hata fjölmiðla og blaðamenn.“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og fyrrum ritstjóri kallar málið „afhjúpun aldarinnar“:

„Afhjúpun aldarinnar.
Það skiptir engu máli hvað Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson segja um málið.
Allir munu trú höfuðvitninu betur, Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar.
Það er virkilega ömurlegt að heyra Jón Gunnarsson saka son sinn um lygar og rangfærslur.
Síðan var það virkilega stórbrotið að heyra Jón Gunnarsson saka Samfylkinguna um að hafa skipulagt plottið!

Þetta er svo ömurlegt að það verður bara nokkuð fyndið!“

Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og samfélagsrýnir er nokkuð harðorður í garð Jóns Gunnarssonar:

- Auglýsing -

„Jón greinir ekki frá neinu sem bendir til að Heimildin hafi átt nokkurn þátt í hlerununum. En það er svo sem ekkert nýtt; það er alltaf svo erfitt að átta sig á hvort Jón er einfaldlega nautheimskur eða bara froðufellandi af reiði af því hann fær ekki það sem hann vill.“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata biður fólk að detta ekki í „meðvirkni með spillingunni“:

„Nei. Það er ekki aðför að lýðræðinu að upplýsa um spillingu.
Það er uppljóstraravernd af því að það þarf oft að brjóta lög til þess að deila upplýsingum um spillingu.

Spillingin er verri en uppljóstrunin. Vinsamlegast dettum ekki í meðvirkni með spillingunni.“

- Auglýsing -

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata segir málið undirstrika mikilvægi sérstakrar stofnunar sem rannsaki spillingu á landinu:

„Þetta ruglaða mál varðandi Jón Gunnarsson og útgáfu hvalveiðileyfis til fimm ára korter í kosningar undirstrikar mikilvægi þess að setja á fót sérstaka stofnun sem rannsakar spillingu á Íslandi. Það vill svo heppilega til að Píratar eru með það á sinni stefnuskrá!“

Birgitta Jónsdóttir, ljóðskáld og fyrrum alþingiskona skrifaði stutta færslu um málið með vísan í nýja bók Björns Þorlákssonar:

„Jón er birtingarmynd spillingar og þess að vera besti vinur aðal.“

Síðar í dag bætti Birgitta við annarri færslu um málið þar sem hún beitti kaldhæðninni óspart: „Aumingja Jón Gunnarsson, mikið skelfing á hann bágt. Það eina sem hann er sekur um er að vera virkilega góður vinur. Ég sendi honum innilegar samúðarkveðjur. Megi hans flekkleysi, auðmýkt og manngæska ævarandi vera okkur hinum leiðarljós í góðum mannkostum og læra af honum hvernig á að auðsýna öðrum umburðarlyndi.“

Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi Sósíalista skrifaði stutta Facebook-færslu en sterka:

„Þegar það er glæpur að afhjúpa glæp er okkur stjórnað af glæpamönnum.“

Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður og fyrrum framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International bendir fólki á Facebook sem er að velta málinu fyrir sér, að lesa bók um samskipti glæpamanna:

„Þið sem eruð að velta fyrir ykkur hverskonar vitleysingur blaðri um spillingu við erlendan fjárfesti sem hann þekkir lítið þurfið að lesa Diego Gambetta Codes of the underworld – how criminals communicate. Aulaskapur og heimska eru trust building í þessum heimi. Þær eru nefnilega systur Spilling og Fúsk.“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata hæðist að Jóni í Facebookfærslu þar sem hún kallar hann „hjartaknúsara“:

„Hjartaknúsarinn Jón Gunnarsson er miður sín yfir því að öll þjóðin viti nú að hann tók 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að hvalveiðar yrðu leyfðar. „Aðför að lýðræðinu“ hrópar þessi elska sem er jú algjör jarðýta þegar kemur kemur að spillingarmálum á Íslandi. Hann hindraði að Alþingi fengi aðgengi að gögnum frá Útlendingastofnun því honum þóknaðist svo og sá um að kvóta fyrir hrognkelsi væri úthlutað til fjölskyldumeðlima svo fátt eitt sé nefnt. Sönn íslensk hetja.💪

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -