Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Þessir jarðskjálftar vöktu þig í nótt – Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 200 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 00:46 og mældist 5 að stærð. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og vakti marga úr fastasvefni en upptök hans voru rétt vestur af Þorbirni.

Um það bil fjörutíu mínútum áður mældist annar skjálfti, heldur minni, að stærðinni 4,2 og tíu mínútum síðar reið annar yfir að stærðinn 4,4. Alls mældust fimm stærðarinnar skjálftar í nótt og  ótal minni skjálftar í kjölfarið en íbúar í Borgarnesi urðu varir við suma þeirra. Þá segir í tilkynningu Veðurstofunnar að búast megi við áframhaldandi jarðskjálftavirkni en ekkert bendi til gosóróa að svo stöddu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -