Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Þetta er fólkið sem verslar mest á netinu: „Netverslun náði hámarki árið 2021“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Netverslun náði hámarki árið 2021 en það hefur verið að hægja á netverslun síðan,“ sagði Diðrik Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri stafrænna miðla hjá MediaCom og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið í morgun.

Diðrik Örn

Diðrik segir að nokkur munur sé milli ára en í mars á síðasta ári höfðu 48 prósent Íslendinga verslað á netinu. Í marsmánuði í ár hafði 36 prósent Íslendinga verslað á netinu ef marka má tölur Netverslunarpúls Prósents.
„Það sem hefur áhrif eru útlandaferðir. Fólk er að fara í auknum mæli til útlanda og kaupir sjálft vöruna þar,“ sagði Diðrik um breytinguna. Þá spilaði Covid-19 inn í verslunarmynstur hjá einstaklingum og fólk hafi í neyðst til þess að vera meira á netinu en það hafði ef til vill gert áður.
„En það sem gerðist í upphafi faraldursins var að elsti markhópurinn sem er 55 ára og eldri tileinkaði sér tæknina og yngri hóparnir kenndu þeim eldri. Þannig að það má með sanni segja að faraldurinn hafi fleytt okkur töluvert áfram í notkun á stafrænum lausnum.“
Faraldurinn kenndi auglýsendum einnig að hugsa hlutina upp á nýtt en segir hann að það sé margt sem bendir til þess að fólk muni halda áfram að nýta netið til þess að versla fatnað og skó.

Diðrik segir það koma sér á óvart hverjir versli mest á netinu. Það er fólk sem er búsett á höfuðborgarsvæðinu, ekki á landsbyggðinni.
„Þeir sem kaupa á netinu eru að jafnaði með meiri menntun og hærri tekjur. Síðan versla barnafjölskyldur meira á netinu en aðrir. Sá aldurshópur sem verslar mest á netinu er 25-34 ára.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -