Mánudagur 6. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Þetta fá stjórnmálaflokkarnir árlega úr ríkissjóði – Framsókn bætir við sig 44,6 milljónum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eftir alþingiskosningarnar árið 2017 varð gríðarleg hækkun á styrkjum til stjórnmálaflokkanna úr ríkissjóði. Eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks tók við stjórnartaumum voru heildarframlögin hækkuð úr 286 milljónum í 648 milljónir, eða um tæplega 227 prósent.

Heildarframlög ríkisins til flokkanna voru 728,2 milljónir árið 2020. Upphæðin hafði þá lækkað frá árinu 2019, en þá var hún 744 milljónir. Töluverð hækkun hafði verið samþykkt í fjárlögum ársins 2019, en framlögin hækkuðu um 96 milljónir milli áranna 2018 og 2019.

Ríkisstjórn landsins ákveður heildarframlögin í hverjum fjárlögum, en það veltur svo á stærð hvers þingflokks hve há framlögin til þeirra eru. Til þess að eiga rétt á framlögum úr ríkissjóði þarf stjórnmálaflokkur að hafa náð að minnsta kosti einum manni á þing í síðustu alþingiskosningum, eða hafa hlotið að lágmarki 2,5 prósent atkvæða.

Heildarframlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna árið 2021 voru 728,2 milljónir króna líkt og árið á undan. Þar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn mest, eða tæpar 174 milljónir króna. Vinstri Græn voru næst á eftir Sjálfstæðisflokki, með rúmlega 120 milljónir. Af þeim flokkum sem hlutu framlög úr ríkissjóði árið 2021 fékk Viðreisn minnst, með sína fjóra þingmenn, eða tæpar 55 milljónir króna.

Nú þegar alþingiskosningar eru nýafstaðnar er ekki úr vegi að skoða hver fjárframlögin verða, að því gefnu að upphæðinni verði ekki breytt í fjárlögum nýrrar ríkistjórnar.

Töluverðar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna. Til að mynda mun Framsóknarflokkurinn hljóta mun hærri upphæð úr ríkiskassanum eftir stóraukið fylgi sitt í kosningunum, en flokkurinn mun fá um 44,6 milljónum meira en hann fékk síðast. Stærsta tapið er hjá Miðflokknum, en hann missir 42,6 milljónir miðað við niðurstöður kosninga. Einn flokkur bætist við, en það er Sósíalistaflokkur Íslands. Þrátt fyrir að hafa ekki náð manni inn á þing fékk flokkurinn 4,1 prósent fylgi og er því vel yfir 2,5 prósenta markinu og mun því hljóta framlög frá ríkinu.

- Auglýsing -

Hér að neðan verða upphæðirnar sem flokkarnir fengu frá ríkinu árið 2021 bornar saman við þær upphæðir sem þeir munu hljóta núna að öllu óbreyttu.

 

Sjálfstæðisflokkurinn:

- Auglýsing -

Heldur sínum 16 þingmönnum.

Fékk 173.975.322 krónur – mun nú fá 176.792.396 krónur.

 

Vinstri Græn:

Missa 3 þingmenn – voru með 11 en fá nú 8 menn inn á þing.

Fengu 120.388.911 krónur – munu nú fá 91.294.434 krónur.

 

Samfylkingin:

Missir 1 þingmann – var með 7 en fær nú 6 menn inn á þing.

Fékk 89.326.315 krónur – mun nú fá 71.731.341 krónur.

 

Miðflokkurinn:

Missir 4 þingmenn – var með 7 en fær nú 3 menn inn á þing.

Fékk 81.751.906 krónur – mun nú fá 39.126.186 krónur.

 

Framsóknarflokkurinn:

Bætir við sig 5 þingmönnum – var með 8 en fær nú 13 menn inn á þing.

Fékk 80.705.807 krónur – mun nú fá 125.348.707 krónur.

 

Píratar:

Halda sínum 6 þingmönnum.

Fengu 71.016.317 krónur – munu nú fá 62.312.074 krónur.

 

Flokkur Fólksins:

Bætir við sig 2 þingmönnum – var með 4 en fær nú 6 menn inn á þing.

Fékk 56.138.831 krónur – mun nú fá 63.761.192 krónur.

 

Viðreisn:

Bætir við sig 1 þingmanni – var með 4 en fær nú 5 menn inn á þing.

Fékk 54.896.589 krónur – mun nú fá 60.138.397 krónur.

 

Sósíalistar:

Ná ekki manni inn á þing, en hlutu 4,1 prósent atkvæða.

Fá framlög í fyrsta sinn að upphæð 29.706.919 krónur.

 

Tölur þessar eru, eins og áður sagði, birtar með fyrirvara um breytingar.

 

Smelltu hér til að lesa allt um málið í brakandi fesku helgarblaði eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -