Föstudagur 29. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Þingmaður telur sameiningu MA og VMA mistök: „Sam­ein­ing mun ekki styrkja stöðu mennt­un­ar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Óli Björn Kárason, þingmaður, telur það mistök að sameina MA og VMA

„Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri skip­ar sér­stak­an sess í mennta­sögu þjóðar­inn­ar sem okk­ur ber að standa vörð um,“ sagði Óli Björn Kára­son alþing­ismaður og þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við mbl.is en Óli er sjálfur stúdentpróf frá MA sem hann fékk árið 1981.

„MA, Verk­mennta­skól­inn  og Há­skól­inn á Ak­ur­eyri hafa sam­eig­in­lega myndað traust­an grunn und­ir mennt­un – ekki aðeins á Ak­ur­eyri held­ur Norður­landi öllu.“ 

„Þess­ir þrír skól­ar hafa verið styrk­ur mann­lífs, mennt­un­ar og at­vinnu­lífs­ins. Hug­mynd­in um sam­ein­ingu Mennta­skól­ans og Verk­mennta­skól­ans bygg­ir á mikl­um mis­skiln­ingi á eðli mennt­un­ar. Sam­ein­ing mun ekki styrkja stöðu mennt­un­ar úti á landi, held­ur þvert á móti. Fjöl­breyti­leik­inn verður minni og mögu­leik­ar nem­enda til að velja sér skóla og við hæfi minnk­ar,“ sagði Óli Björn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -