Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þjálfarinn ræddi við Gylfa og vill fá hann í liðið: „Ég fann virkilega til með honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég tjáði hon­um það að per­sónu­lega þá væri ég mjög áhuga­sam­ur um það að fá hann aft­ur í landsliðið,“ sagði Åge Harei­de, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Dagmál á mbl.is. Hareide ræddi við Gylfa í síðustu viku og sagðist telja það jákvætt fyrir leikmannahópinn og Gylfa sneri hann aftur í landsliðið. Gylfi Þór kom til Íslands fyrir örfáum vikum eftir að hafa verið í farbanni á Bretlandi. Gylfi var sakaður um að hafa brotið gegn ólögráða einstakling en málið var að lokum fellt niður og hann því laus allra mála.

„Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. Þá sagði hann það vera Gylfa að ákveða hvort hann vilji spila aftur.

„Ef hann gerir það verður hann augljóslega í mínum áætlunum. Ef hann heldur sama standard og áður. En ég er mjög ánægður því að hann sé laus allra mála því þetta hljóta að hafa verið tvö ár í helvíti fyrir hann,“ sagði þjálfarinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -