Fimmtudagur 18. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Þjóðin heldur í sér andanum vegna kindar í háska: „Hún þarf hjálp strax elsku dýrið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mögulega berst þetta með ykkar hjálp á réttan stað. Við félagarnir gengum fram á kind sem lak blóð úr afturendanum á. Hún lá á hlið í grasinu og spriklaði við og við, annars bara hreyfingarlaus. Var með tvö ljónstygg lömb hjá sér. Staðsett í Kjósinni rétt fyrir ofan bæ sem heitir Eyjafell, hliðina á litlum fossi.“

Þetta skrifar Björn nokkur innan Facebook-hópsins Brask og brall. Hópurinn einn sá allra vinsælasti með Íslendinga en meðlimir eru 182 þúsund, um helmingur mannfjölda Íslands. Óhætt er að segja að neyðarkall Björn hafi vakið mikil viðbrögð á stuttum tíma. Margir hafa svarað kallinu. Til marks um það þá eru margir þræðir um málið innan Facebook-hópsins Sauðfjárbændur, bæði til að hvetja bændur í nágreninu til að hjálpa kindinni og komast að því hver eigi skepnuna.

Í Brask og brall er einnig mörgum umhuga um kindina. Margir segja Birni að velta bara kindinni við. Björn segir málið ekki svo einfalt: „Erum farnir. Hún virtist vera særð. Vildum ekki gera neitt sem gæti gert illt verra. Hún var með 2 lömb í kringum sig sem við vildum heldur ekki hrekja á vergang meðvi að vera of lengi eða ofan í kindinni. Við kunnum ekkert á svona ferfætlinga hvorki til verka né neitt annað“. Hann segist hafa bankað upp á á næstu bæjum en þar hafi enginn svarað

Margir hrósa honum fyrir láta vita. „Gott hjá ykkur að láta vita, mjög mikilvægt, en kindin er varnarlaus núna gagnvart hrofnum. Vonandi fær hún hjálp sem allra fyrst,“ segir ein kona. Aðrir segja honum að snúa við, tíminn sé naumur til að bjarga lífi hennar. „Það væri æði að þið farið til baka Björn og réttið hana við þar sem þið vitið hvar hún er. Þið getið bjargað lífi hennar og kanski einnig lamba hennar.“

Enn aðrir leita að sökudólgi. Einn maður telur dýraníðing á ferðinni. Sá gengur svo langt að segja Björn samsekan. „Þetta er ótrúlegt kæruleysi. Þarna hefur enginn dýraniðingur verið á ferðinni. Rollan hefur orðið afvelta og Hrafninn farið í görnina á henni eða jafnvel Tófan, það er nóg til af þeim. Það má kalla það dýraníð að bjarga ekki skepnunni. Ég held að þessir pennar ættu að drullast til að fara og rétta rolluna við.“

Annar maður gerir svo grín að þessu öllu. „Það er með ólíkindum þessi umræða hérna. Hringja í 112 , lögregluna eða dýralækni. Semsagt gera allt annað en að bjarga rollunni. Af hverju ekki að hringja í prest líka.“

- Auglýsing -

Fáir taka undir og fær hann skammir fyrir. „Fyrirgefðu en hvað gengur eiginlega á hjá þér vinur? Ef þú lest það sem Björn hefur sagt þá vissi hann ekki hvað hann átti að gera og var hræddur um að gera illt verra. Það er hárrétt hjá honum að láta vita, hann er að gera það sem honum finnst rétt! Værir þú til í að virða það? Hér má fólk frekar þakka honum fyrir að auglýsa þetta í þeirri von að eigandi finnist! Hann hafði fyrir því að setja þetta inn, sýna hvar þetta var og þetta er það sem hann fær fyrir!? Verum kurteis og þakklát fyrir fólk sem reynir að hjálpa!“

Eftir því sem Mannlíf kemst næst þá er kindin enn í hættu nú rétt fyrir miðnætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -