Miðvikudagur 20. september, 2023
12.8 C
Reykjavik

Þjóðin verður að vakna: „Svandís er lélegasti ráðherra sem nokkurn tíma hefur setið á Íslandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þjóðin verður að fara að vakna og fara að fylgjast með einhverju öðru en honum Kleina – þó það sé ágætt að fylgjast með honum“, segir Elías Kristinsson strandveiðimaður frá Dröngum, sem gerir út frá Norðurfirði í Árneshreppi, þegar Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum hjá honum.

Hart hefur verið deilt um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra um að bæta ekki við veiðiheimildum til strandveiða.

„Svandís er lélegasti ráðherra sem nokkurn tíma hefur setið á Íslandi – alveg í öllum þeim málaflokkum sem hún hefur tekið að sér. Hún hefur sýnt það og sannað“.

„Þetta er auðvitað bara gerræðislegur gjörningur!“ segir Elísas og bætir við að ákvörðunin sé svívirðileg af matvælaráðherra. „Hún sýnir það enn og aftur að hún gengur erinda 10 prósent ríkasta fólksins,“ og bendir á að það séu um það bil 10 fjölskyldur í landinu sem eiga alla sjávarauðlindina.

Elías telur að fiskveiðistjórnunarkerfið sé öllum líkindum ólöglegt. Hann bendir á að það hafi á sínum tíma verið sett á til verndunar fiskistofnanna en hlutverki þess sem slíku sé löngu týnt enda sé þetta orðin eignarfyrirtæki.

„Þjóðin fær ekkert af þessu,“ segir Elías og er mikið niðri fyrir og bendir á að það strjúki ráðamönnum öfugt ef sýnt er fram á að hægt sé að veiða allt árið um kring á umhverfisvænan hátt.

- Auglýsing -

Aðspurður hvað hann taki sér nú fyrir hendur eftir að hafa lagt árar í bát þetta tímabilið svarar Elías:

„Ég er náttúrulega orðinn fullorðinn og það skiptir kannski ekki máli fyrir mig en ég brenn fyrir þá ungu menn sem hafa verið að fjárfesta í dýrum bátum og mega sjá fyrir börnum – og eru að búa og barsla.“

Hann rekur sögu sína og segist hafa unnið alla sína ævi á sjó og þeim skipum sem áunnu sér kvóta í loðnu, þorski, norsk-íslenskri síld, íslenskri síld, makríl. En bendir á að svo hafi eigendur skipana hirt ávinninginn. „Hvar eru réttindi okkar sjómanna?“, spyr Elías og bendir á að það voru sjómenn sem unnu inn réttindin til veiðanna. Hann bendir þá á að útgerðarfyrirtækin eiga ekki þennan rétt.

- Auglýsing -

Mannréttindamál

Elías telur baráttu smábátaeiganda vera mannréttindamál og að fólk eigi að fá að stunda þá vinnu sem því dettur í hug. Fordæmi strandveiða megi rekja aftur í aldir eða þangað til kvótalögin voru sett á:

„Þjóðin hefði aldrei komist af á þessu landi ef þessi réttindi hefðu ekki verið“.

Ólíklegt telur hann að meðmælendur og stuðningsmenn kvótakerfisins á sínum tíma hafi verið meðvitaðir um að þeir hafi verið að færa 10 – 12 fjölskyldum auð þjóðarinnar.

„Hafi þeir vitað það, þá voru þeir meiri glæpamenn, en ég hafði nokkurn tíma getað ímyndað mér!,“ segir Elías og liggur hátt rómur og bætir við að í dag séu menn á Alþingi þess fullmeðvitaðir:

„Matvælaráðherra er fullkunnugt um þennan glæp sem hún er að fremja gagnvart þjóðinni, og þeim er bara alveg andskotans sama.“

Vinstri grænir mestu drullusokkarnir

„Þessi ríkisstjórn er stofnuð í kringum stöðugleika segja Vinstri grænir.
Og hvaða stöðugleiki er það?
Það er stöðugleiki um óbreytt ástand auðstéttarinnar,“ segir Elías og bendir á að það sé ekki stöðugleiki fyrir almenning í landinu.

„Vinstri grænir einn mesti skítaflokkur sem hefur komið upp!“ útskýrir hann og segir að fólk hafi bundið við flokkinn vonir en að þeir hafa svikið allt:

„Þeir eru mestu svikahrapparnir – Þeir eru mestu drullusokkarnir“

Krókaveiðar umhverfisvænar

Að lokum útskýrir Elías að málið sé í hnotskurn að krókaveiðar séu umhverfisvænar. Þar sem siglt er út á haf, slökkt sé á vélinni og lætur reka:

„Það er búið að sanna það að krókaveiðar geta ekki útrýmt fiskistofnum. Það er búið að sýna fram á það á vísindalegan hátt að það er ekki hægt að taka meira en sex prósent af hverjum stofni með krókaveiðum. Annars væri búið að útrýma öllu lífi í öllum vötnum og öllum höfum í öllum heiminum. Krókaveiðar hafa verið stundaðar í þúsundir ára. Þessi vötn eru enn full af fiski“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -