Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Þór fylgdi sögufrægu skipi í slipp – Tók þátt í fyrsta þorskastríðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin sögufræga María Júlía var fylgt til hafnar á Akureyri af varðskipinu Þór, í lok marsmánaðar. Báturinn þjónaði Landhelgisgæslunni í fjöldi ára og tók meðal annars þátt í fyrsta þorskastríðinu. Var hann fluttur frá Ísafirði til Akureyrar þar sem hann fer í slipp. Ferðin gekk með ágætum en nær alla leið voru veðuraðstæður krefjandi. Gæslan segir frá þessu á vef sínum.

María Júlía man sinn fífil fegurri.
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Fram kemur á vef Gæslunnar að í samantekt Sigurlaugs Ingólfssonar um skipakost Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, segir að ástæða þess að Gæslan eignaðist Maríu Júlíu var sú að Vestfirðingar höfðu safnað um langt árabil fyrir björgunarskipi sem þjónað gæti Vestfjörðum. Það var svo árið 1950 sem sá draumur rættist.

Hjónin María Júlía Gísladótir og Guðmundur Guðmundsson frá Ísafirði gáfu Björgunarsjóði Vestfirðinga stærstu gjöfina en þau gáfu aleigu sína til sjóðsins. Þótti því tilvalið að nefna bátinn María Júlía.

Báturinn var smíðaður í Danmörku, var úr eik, 137,4 rúmlestir, 27,5 m á lengd og 6,37 m á breidd. Auk hefðbundinna gæslustarfa var María Júlía sérhæfð til fiskveiðirannsókna, með trollvindu og öðrum viðeigandi búnaði, og til björgunar.

Hraðinn var ekki mikill á skipinu enda aðeins búið 425 hestafla díselvél. Fallbyssa, 47mm var í stefni skipsins. Árið 1969 var María Júlía seld og nýtt við fiskveiðar um langt skeið og hefur verið við bryggju á Ísafirði síðustu ár.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -