Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þorbjörg um Bjarna: „Eftirlitsstofnun sem heyrir undir hann rannsakar mál sem hann ber ábyrgð á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér stöðu fjármálaráðherra gagnvart rannsókn Fjármálaeftirlitsins á sölu Íslandsbanka á Twitter í dag. Hún bendir á ákveðna mótsögn sem henni þykir bersýnilega nokkuð undarleg.

„Í hvaða stöðu er ráðherra þegar eftirlitsstofnun sem heyrir undir hann rannsakar mál sem hann ber ábyrgð á?“ spyr Þorbjörg. „Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi heyrir undir fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra er skv. því æðsti yfirmaður Fjármálaeftirlits sem rannsakar þætti bankasölunnar.“

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, telur að þarna fari Þorbjörg ekki með rétt mál og segir Fjármálaeftirlitið ekki heyra undir fjármálaráðherra. „FME er reyndar hluti af Seðlabankanum og heyrir undir forsætisráðherra,“ segir Konráð í athugasemd við færslu Þorbjargar.

„Sýnist eftirlitsþátturinn heyra undir fjármálaráðherra, af forsetaúrskurði. Skiptist milli þessara tveggja ráðuneyta,“ svarar Þorbjörg þá.

Fyrirkomulagið virðist snúið, því eins og sést á skjáskoti sem Konráð birtir af vefsíðu Seðlabanka Íslands heyrir bankinn sannarlega undir forsætisráðuneytið, þótt Fjármálaeftirlitið geri það ekki. „Kannski er búið að fenna eitthvað yfir, en þetta er vægast sagt ruglingslegt.“

Þorbjörg bendir á að þáttur fjármálaeftirlits virðist heyra undir fjármálaráðuneytið, þrátt fyrir að Seðlabankinn heyri undir forsætisráðuneytið.

- Auglýsing -

„Eins og ég segi þá virðist þáttur fjármálaeftirlits undir fjármálaráðuneyti, sbr. t.d. vefsíða ráðuneytisins og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi,“ segir Þorbjörg.

Þorbjörg hefur verið beitt á Twitter í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í tengslum við söluna á Íslandsbanka. Í gær birti hún til að mynda eftirfarandi færslu:

„Ríkisstjórnin lokar páskunum með því að krossfesta Bankasýsluna. Halda svo áfram í páskafríinu og sleppa ríkisstjórnarfundi í dag.“

- Auglýsing -

Í gærkvöldi birti hún síðan eftirfarandi færslu:

„Forsætisráðherra vill bíða niðurstöðu rannsóknar áður en dómar eru felldir um hvernig útboð í Íslandsbanka gekk. Beið samt ekki niðurstöðu neinnar rannsóknar áður en hún kynnti að leggja á Bankasýsluna niður. Meanwhile Fjármálaráðherra: Í heildina heppnaðist salan bara vel.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -