Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þórði sveið innkaupaferðin í Bónus: „Þetta myndi fara niður í 6000 ef við værum í ESB“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Óldal vekur athygli á því sem honum þykir ansi hár reikningur fyrir lítið af vörum í „ódýrustu búð landsins“, eins og hann segir sjálfur, í Facebookhópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Á hann þar við verslunina Bónus.

„Ekkert kjöt, enginn fiskur, engin heit máltíð,“ segir hann gramur.

Hann lætur kvittun fylgja með og er heildarverðið 9.976 krónur. Í innkaupakörfunni má finna sitt lítið af hverju: mjólkurvörur, brauðmeti, grænmeti, kjötálegg, kaffi, sætindi, gos, safa og fleira þess konar, en vissulega enga heita máltíð.

Enga máltíð var að finna í pokunum hjá Þórði.

Neytendur sem skrifa athugasemdir undir færsluna eru almennt sammála um að verðið sé of hátt og að það hafi hækkað töluvert. Sumir vilja tengja málið við stjórnmál og komandi kosningar.

„Sýnum í verki að við viljum ekki sætta okkur við þetta lengur gott fólk,“ segir Hildur og tengir verðlagið við ráðandi öfl í landinu.

„Þetta myndi fara niður í 6000 ef við værum í ESB,“ fullyrðir Valur.

- Auglýsing -

Júlíus segir: „Eftir að kjararáðið hækkaði þingmannakaupið um 45% og það afturvirkt um 10 mánuði, hafa lífskjör láglaunafólksins farið síversnandi, og voru slæm fyrir. Mikið af þeim vörum sem keyptar voru fyrir ekki svo löngu síðan, hafa hækkað upp úr öllu hófi, og alþingismenn og ráðherrar og aðrir hátekjuhópar eru alveg sama, því hækkun þeirra á laun sín er fyrir utan allar vísitölur og guð má vita hvað.“

Sumir benda á að eitt og annað í körfunni mætti missa sín. Einn nefnir að hátt í 10% af verði körfunnar sé kók í dós. Út frá því spinnast umræður um verð á grænmetisfæði – en Þórarinn segir: „Það er lúmskt hvað hægt er að fá góða næringu fyrir lítinn pening í því.“

Samkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru frá 8. september, er Bónus oftast með lægsta verðið, eða í 94 tilvikum. Krónan var næst oftast með lægsta verðið, tólf sinnum. Verslunin Iceland var oftast með hæsta verðlagið, í 44 tilvikum, en Hagkaup var með næst hæsta verðið, eða í 39 tilvikum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -