Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Þórhildur hefur lifað lengst allra Íslendinga: „Dansaði fram yfir miðnætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildur Magnúsdóttir er nú elsti lifandi Íslendingurinn. Hún er orðin 104 ára og sjö mánaða. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Langlífi sem Jónas Ragnarson ritstýrir. Það er ekki af ástæðulaus sem aldur hennar er talinn í mánuðum því sex elstu Íslendingarnir eru allir 104 ára. Langlífi segir marga í ætt Þórhildar hafa náð háum aldri.

„Þórhildur Magnúsdóttir er orðin elst Íslendinga, 104 ára og sjö mánaða. Hún er fædd í Miðhúsum í Árnessýslu 22. desember 1917 og flutti með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur árið 1923. Áslaug systir Þórhildar varð 94 ára, Gísli bróðir hennar varð 92 ára og Hulda systir hennar er að verða 96 ára.“

Þórhildur hlýtur að teljast sérstaklega hress miðað við aldur en til marks um það dansaði hún fram yfir miðnætti á dögunum. „Gústaf Adolf Lárusson húsasmiður, maður Þórhildar, varð 95 ára. Þau eignuðust sex börn, allt stúlkur, og eru fimm þeirra á lífi. Þórhildur bjó í Jöldugróf 8 í Reykjavík frá 1947 og þar til hún fór á Hrafnistu á Sléttuvegi vorið 2020. Afkomendurnir eru orðnir rúmlega áttatíu. Hún er hress, miðað við aldur, fer út að ganga reglulega og mætir í fjölskylduboð. Fór í brúðkaup í byrjun júlí og dansaði fram yfir miðnætti.“

Hér fyrir neðan má svo sjá 10 elstu Íslendingana í dag. Þess má geta að Íslandsmetið í aldri er tæplega 110 ár. Fimm konur hafa náð þeim aldri: Guðrún Björg Björnsdóttir, Jensína Andrésdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Guðfinna Einarsdóttir og Guðríður Guðbrandsdóttir.

Mynd: Langlífi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -