Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Þórhildur Sunna vísar fréttum um persónuverndarlögbrot á bug: „Trúnaðarbrestur í starfssambandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkonan og Píratinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifaði pistil um starfsemi flokksins en undanfarna daga hefur verið mikið rætt um innanbúðarmál flokksins sem snúa að kosningu innan hans og meint persónuverndarbrot.

„Undanfarið hefur fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum,“ skrifar þingkonan um málið en vísar hún þar í Atla Þór Fanndal sem hefur harðlega gagnrýnt þingflokk Pírata.

Vill leiðrétta rangfærslur

„Líkt og leiðir af opinberri umræðu og komið hefur fram í viðtölum, varð trúnaðarbrestur í starfssambandi og hefðbundin vinnuréttarleg sjónarmið lágu að baki uppsögn fyrrum starfsmanns þingflokks Pírata. Að öðru og frekara leyti get ég ekki, lögum samkvæmt, tjáð mig um mál einstakra fyrrum starfsmanna.

Hins vegar verð ég að gefnu tilefni að leiðrétta ákveðnar rangfærslur:

Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli.

- Auglýsing -

Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög.    Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“

Þórhildur Sunna segist vera mjög spennt fyrir þeirri vegferð sem flokkurinn er á og tekur fram að frábært og frambærilegt fólk starfi innan hans.

„Að lokum vil ég segja að ég er mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum og ótrúlega ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og frambærilegu fólki sem við höfum fengið til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar, hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -