Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Þorláksmessuslagurinn 1968 – Er ungkommar slógust við lögregluna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var á Þorláksmessu árið 1968 að mótmælaganga var haldin í Reykjavík gegn Víetnam stríðinu sem þá stóð yfir. Lögreglan var ósátt við þá leið sem ganga átti með tilheyrandi truflunum í jólaösinni og sló í brýnu á milli mótmælendanna og lögreglunnar. Um 12 einstaklingar voru handteknir en nokkir einstaklingar úr báðum fylkingum hlutu minniháttar meiðsli. Hefur þetta kvöld verið kallað Þorláksmessuslagurinn.

Birna Þórðar?

Fremst í flokki mótmælenda voru þau Birna Þórðardóttir og Ragnar Stefánsson eða Raggi skjálfti eins og hann er yfirleitt kallaður en hann er einn helsti jarðskjálftafræðingur landsins.

Morgunblaðið fjallaði um málið en glöggir lesendur gætu tekið eftir hægri slagsíðu í umfjöllun þeirra. Hér er eftirfarandi frétt Morgunblaðins frá 1968:

Stympingar í Austurstræti

Takmark göngufólks að komast í kast við lögregluna, sem naut stuðnings almennings

ENN SLÓ í brýnu milli lögregluþjóna og félaga úr Æskulýðsfylkingunni og Félagi róttækra stúdenta á Þorláksmessukvöld. Félögin tvö höfðu fyrr um daginn tilkynnt lögreglunni, að farin yrði mótmælaganga frá Sigtúni, og m.a. upp Bankastræti og Skólavörðustíg. Lögreglan tilkynnti félögunum, að hún myndi ekki Ieyfa göngunni að trufla almenna umferð, en stakk upp á því, að í stað þess að fara upp Bankastræti og Skólavörðustíg færi gangan upp Hverfisgötu og um Ingólfsstræti, en því höfnuðu félögin tvö algjörlega. Virðist því friðsamleg mótmælaganga alls ekki hafa verið takmark félaganna tveggja heldur það eitt að valda erfiðleikum í jólaösinni og lenda í kasti við lögregluna. — Má benda á, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem félagar í Æskulýðsfylkingunni velja öðrum fremur annasamari daga hjá lögreglunni til að fara með óspektum um götur borgarinnar. Er þar skemmst að minnast átakanna, sem urðu við Reykjavíkurhöfn á H-dag í sumar. Þorri viðstaddra, sem fylgdust með stympingunum á Þorláksmessukvöld, var á bandi lögreglunnar og virtist yfirleitt hafa andstyggð á framferði göngufólksins. Lögðu ýmsir lögreglunni lið í stympingunum.

Á Þorláksmessu var dreift um borgina fundarboði frá Æskulýðsfylkingunni og Félagi róttækra stúdenta um almennan fund í Sigtúni kl. 20,30 um kvöldið. — Sama dag var lögreglustjóra afhent bréf, sem í var tilkynnt, að félögin tvö myndu fara í mótmælagöngu að fundinum loknum; frá Sigtúni um Austurstræti, Bankastræti, Skólavörðustíg, Frakkastíg, Laugaveg og Bankastræti og ljúka göngunni á Lækjartorgi, þar sem stutt ávarp yrði flutt. Bréf þetta var undirritað af Birnu Þórðardóttur (sú sem fékk skeinuna sl. laugardag og hrópaði þá: Hvar er sjónvarpið!) fyrir hönd Félags róttækra stúdenta og Leifi Jóelssyni fyrir hönd Æskulýðsfylkingarinnar. Þetta kvöld hafði verið auglýst sérstök takmörkun á umferð í Reykjavík, m.a. lokun miðborgarinnar fyrir bílum, og aðrar sérstakar ráðstafanir gerðar til að greiða fyrir umferð á öllum helztu umferðargötum, þ.á.m. þeim sem félögin tvö hugðust ganga eftir. Þar sem sýnt var, að gangan myndi valda verulegri truflun á allri umferð hafði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, samband við Leif Jóelsson og fór fram á það við hann, að gönguleiðinni yrði breytt til samrœmis við auglýstar umferðartakmarkanir.

Stakk Bjarki upp á því við Leif að gengið yrði t.d. um Austurstræti, Hafnarstræti og Aðalstræti, en því hafnaði umboðsmaður Æskulýðsfylkingarinnar. Þá bauð Bjarki að gengið yrði um Austurstræti, Lækjartorg, Hverfisgötu, Ingólfsstræti, Bankastræti og niður á Lækjartorg og bað umboðsmaður Æskulýðsfylkingarinnar um frest til að bera þessa tillögu undir félaga sína. Þegar sá frestur var útrunninn hringdi umboðsmaðurinn og bað um lengri frest, sem lögreglan veitti tafarlaust. Loks kl. 21,35 um kvöldið hringdi umboðsmaðurinn svo og tilkynnti, að gengin yrði sú leið, sem félögin tvö í upphafi völdu og að hann væri ekki til viðræðu um neinar breytingar þar á. Tjáði Bjarki honum þá, að hann lýsti fullri ábyrgð á hendur honum og ennfremur, að lögreglan myndi bindra gönguna í að fara upp Bankastræti; á móti allri almennri umferð. Svaraði umboðsmaðurinn því til, að lögreglan gæti aldrei hindrað göngu fólkið; félögin tvö hefðu á að skipa 1000 manna liði, sem myndi brjóta sér leið, ef með þyrfti.

- Auglýsing -

Um 50 lögregluþjónar fóru svo undir stjórn Bjarka Elíassonar út á Lækjartorg og mynduðu þrefalda röð yfir Austurstræti við gatnamót Lækjargötu. Mikil umferð gangandi fólks var og safnaðist margt fólk saman, þegar það sá viðbúnað lögreglunnar. Klukkan 22,10 kom svo gangan austur Austurstræti og bar göngufólk íslenzka fánann og ýmis spjöld. Fremstur gekk Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og forseti Æskulýðsfylkingarinnar, og bar hann gjallarhom, sem hann hvatti með göngufólkið til að brjóta sér leið gegn um raðir lögreglunnar. í fremstu röð gengu hjú þau, sem undirrituðu bréfið til lögreglustjóra og fyrr hefur verið minnzt á. Þegar göngufólkið hugðist brjóta sér leið hófust stympingar milli þess og lögreglunnar. Fyrr nefndur Æskulýðsfylkingarforseti klifraði upp á grindverk og þaðan hvatti hann lið sitt til að ganga hraustlega fram gegn vörðum laganna. Var hann beðinn að hætta þessum hrópum en hann neitaði og var þá fjarlægður við fögnuð nærstaddra vegfarenda. Lögreglan hrakti svo göngufólkið hægt en markvisst vestur Austurstræti og eftir um það bil klukkustund var kornið vestur að Pósthússtræti. Var þá fátt göngufólk eftir og öll spjöld horfin. Allmargir óbreyttir borgarar lögðu lögreglunni lið í stympingum þessum og varð lögreglan að hafa hemil á sumum þeirra, sem vildu ganga of lang í aðgerðum gegn göngufólkinu. Þorri viðstaddra sem með stympingunum fylgdist, virtist vera á bandi lögreglunnar Um ellefu leytið var komin á ró í miðborginni og umferð aftur með eðlilegum hætti. Tólf göngumenn voru fjarlægðir vegna ýmiss konar afbrota. Þrír lögreglumenn þurftu læknis meðferðar við, en þeir hlutu slœm spörk og högg frá göngufólkinu. Enginn þeirra meiddist þó alvarlega. Ennfremur vann göngufólk miklar skemmdir á fötum lögregumanna, reif þau og skar og sleit af lögregluþjónum einkenni. Þá köstuðu sumir eggjum að lögreglumönnum, en þeir sem ekkert höfðu við hendina hræktu. Ekki var lögreglunni í gær kunnugt um, að neinn göngumaður hefði meiðzt illa, en einhverjir munu hafa kornið í Slysavarðstofuna á Þorláksmessukvöld til að fá búið um meiðsi, sem þeir höfðu hlotið.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á Þorláksmessu 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -